Evrópuþingið gefur loks grænt ljós á framkvæmdastjórn von der Leyen Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 12:38 Ursula von der Leyen tekur við stöðu forseta framkvæmdastjórnar ESB af Jean-Claude Juncker. AP Evrópuþingið samþykkti í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forsæti hinnar þýsku Ursulu von der Leyen. Ný framkvæmdastjórn var samþykkt með miklum meirihluta, en 461 þingmaður greiddi atkvæði með en 157 gegn. Alls sátu 89 þingmenn hjá í atkvæðagreiðslunni. Ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum 1. desember, mánuði síðar en upphaflega var áætlað. Frestaðist embættistakan um mánuð vegna deilna um einstaka framkvæmdastjóra sem aðildarríkin höfðu tilnefnt. Von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker. Verður hún fyrsta konan til að gegna stöðunni og segir hún að hennar teymi muni veita Evrópu „nýtt upphaf“ þar sem áhersla verði lögð á baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.APVon der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands og náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara til margra ára. Samþykki meirihluta þingsins þurfti til að framkvæmdastjórinn yrði samþykkt. Alls eiga 27 framkvæmdastjórar sæti í framkvæmdastjórninni – einn frá hverju aðildarríki. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að tilnefna ekki breskan framkvæmdastjóra þar sem Bretar stefna að útgöngu úr sambandinu. „Einn meðlimur fjölskyldu okkar ætlar sér að yfirgefa sambandið okkar,“ sagði von der Leyen á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Evrópuþingmanna Brexit-flokksins. Von der Leyen hélt þá áfram: „Yfirgnæfandi meirihluti þingsins virðist ánægður með að þessi litli hópur muni framvegis ekki geta klappað eins hátt.“ Þá hló þingheimur og klappaði. Evrópusambandið Tengdar fréttir Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38 Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forsæti hinnar þýsku Ursulu von der Leyen. Ný framkvæmdastjórn var samþykkt með miklum meirihluta, en 461 þingmaður greiddi atkvæði með en 157 gegn. Alls sátu 89 þingmenn hjá í atkvæðagreiðslunni. Ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum 1. desember, mánuði síðar en upphaflega var áætlað. Frestaðist embættistakan um mánuð vegna deilna um einstaka framkvæmdastjóra sem aðildarríkin höfðu tilnefnt. Von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker. Verður hún fyrsta konan til að gegna stöðunni og segir hún að hennar teymi muni veita Evrópu „nýtt upphaf“ þar sem áhersla verði lögð á baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.APVon der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands og náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara til margra ára. Samþykki meirihluta þingsins þurfti til að framkvæmdastjórinn yrði samþykkt. Alls eiga 27 framkvæmdastjórar sæti í framkvæmdastjórninni – einn frá hverju aðildarríki. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að tilnefna ekki breskan framkvæmdastjóra þar sem Bretar stefna að útgöngu úr sambandinu. „Einn meðlimur fjölskyldu okkar ætlar sér að yfirgefa sambandið okkar,“ sagði von der Leyen á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Evrópuþingmanna Brexit-flokksins. Von der Leyen hélt þá áfram: „Yfirgnæfandi meirihluti þingsins virðist ánægður með að þessi litli hópur muni framvegis ekki geta klappað eins hátt.“ Þá hló þingheimur og klappaði.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38 Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38
Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55
Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47