Shanghala og Hatuikulipi handteknir Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 08:01 Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun í tengslum við ásakanir um mútur Samherjamanna. Frá þessu greinir Namibian Sun. Handtökurnar eiga sér stað á kjördegi í Namibíu en þing- og forsetakosningar fara fram í landinu í dag. Greint var frá því í gær að mennirnir sem nefndir hafa verið „hákarlarnir“ í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið væru reiðubúnir að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. Kom það fram í bréfi frá lögmanni þeirra. BREAKING: Ex-justice minister Sacky Shanghala and ex-Investec MD James Hatuikulipi were arrested this morning in Windhoek. The pair is named in the Fishrot bribery saga, where Namibian fishing quotas were allegedly allocated to an Icelandic company which paid bribes in return. pic.twitter.com/d6dm94knOo — Namibian Sun (@namibiansun) November 27, 2019Ekki í felum Í bréfi lögmanns þeirra var grennslast fyrir um hvort að handtökuskipun á hendur mönnunum væri enn í gildi og ef svo væri myndi þeir vilja gera ráðstafanir til þess að gefa sig fram við lögreglu. Shanghala og James Hatuikulipi komu til Namibíu frá Suður-Afríku í morgun, en lögmaður þeirra sagði þá ekki hafa verið í felum líkt og hafi komið fram. Væru þeir reiðubúnir til samstarfs við lögreglu vegna rannsóknar málsins.1,4 milljarðar „Hákarlarnir“ svokölluðu er hópur valdamanna í Namibíu sem sagður er hafa þegið mútur frá Samherja fyrir ódýran hrossamakrílskvóta. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í síðustu viku að Tamson Fitty Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau, hefði kynnt stjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum. Samtals eiga hákarlarnir að hafa þegið að minnsta kosti 1,4 milljarða króna í mútur frá Samherja. Shangala og Esau sögðu báðir af sér í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45 Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun í tengslum við ásakanir um mútur Samherjamanna. Frá þessu greinir Namibian Sun. Handtökurnar eiga sér stað á kjördegi í Namibíu en þing- og forsetakosningar fara fram í landinu í dag. Greint var frá því í gær að mennirnir sem nefndir hafa verið „hákarlarnir“ í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið væru reiðubúnir að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. Kom það fram í bréfi frá lögmanni þeirra. BREAKING: Ex-justice minister Sacky Shanghala and ex-Investec MD James Hatuikulipi were arrested this morning in Windhoek. The pair is named in the Fishrot bribery saga, where Namibian fishing quotas were allegedly allocated to an Icelandic company which paid bribes in return. pic.twitter.com/d6dm94knOo — Namibian Sun (@namibiansun) November 27, 2019Ekki í felum Í bréfi lögmanns þeirra var grennslast fyrir um hvort að handtökuskipun á hendur mönnunum væri enn í gildi og ef svo væri myndi þeir vilja gera ráðstafanir til þess að gefa sig fram við lögreglu. Shanghala og James Hatuikulipi komu til Namibíu frá Suður-Afríku í morgun, en lögmaður þeirra sagði þá ekki hafa verið í felum líkt og hafi komið fram. Væru þeir reiðubúnir til samstarfs við lögreglu vegna rannsóknar málsins.1,4 milljarðar „Hákarlarnir“ svokölluðu er hópur valdamanna í Namibíu sem sagður er hafa þegið mútur frá Samherja fyrir ódýran hrossamakrílskvóta. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í síðustu viku að Tamson Fitty Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau, hefði kynnt stjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum. Samtals eiga hákarlarnir að hafa þegið að minnsta kosti 1,4 milljarða króna í mútur frá Samherja. Shangala og Esau sögðu báðir af sér í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45 Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45
Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09