Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2019 21:45 Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon eiga Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. Stöð 2/Einar Árnason. Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Á sama tíma hefur erlendum starfsmönnum fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Fjallað var um mannlíf í Mýrdal í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap. „Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór. „Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba. Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.Veitingahúsið Svarta fjaran við Reynisfjöru er í eigu þriggja bænda í Reynishverfi.Stöð 2/Einar Árnason.Í Reynishverfi tóku þrír bæir sig saman og stofnuðu veitingahúsið Svörtu fjöruna. „Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni. „Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.Oddviti Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, segir ferðaþjónustuna hafa reynst lyftistöng í sveit, sem áður bjó við samdrátt. „En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn. Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu. „Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson. „Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. „Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Á sama tíma hefur erlendum starfsmönnum fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Fjallað var um mannlíf í Mýrdal í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap. „Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór. „Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba. Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.Veitingahúsið Svarta fjaran við Reynisfjöru er í eigu þriggja bænda í Reynishverfi.Stöð 2/Einar Árnason.Í Reynishverfi tóku þrír bæir sig saman og stofnuðu veitingahúsið Svörtu fjöruna. „Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni. „Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.Oddviti Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, segir ferðaþjónustuna hafa reynst lyftistöng í sveit, sem áður bjó við samdrátt. „En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn. Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu. „Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson. „Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. „Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34
Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15
Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48