Hársbreidd frá því að verða Norðurlandameistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2019 14:37 Keppendur Íslands í kata með verðlaun sín. Frá vinstri: Hugi, Þórður, Svana, Aron, Freyja, Oddný, Eydís og Tómas Pálmar. mynd/karatesamband íslands Um helgina kepptu 13 Íslendingar á Norðurlandamótinu í karate í Danmörku og unnu samtals þrjú silfur og tvö brons, öll í kata. Þórður Jökull Henrysson náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann vann báða undanriðla sína með yfirburðum og keppti til úrslita í flokki 16-17 ára pilta í kata. Í úrslitum mætti Þórður Teo Lappalainen frá Finnlandi. Þórður hlaut þar einkunnina 22,08 fyrir öfluga framkvæmd á kata Anan Dai en Finninn fékk 22,14 í einkunn. Hann vann því Þórð með aðeins 0,06 stiga mun sem er minnsti mögulegi munur á heildareinkunnum. Í 16-17 ára stúlknaflokki í kata varð Freyja Stígsdóttir langhæst í sínum undanriðli, rúmlega einum heilum á undan öðrum keppendum. Í úrslitum mætti hún Josephine Christiansen, ríkjandi Norðurlanda- og Danmerkurmeistara, og tapaði með 0,36 stiga mun. Hugi Halldórsson vann silfur í kata í flokki 14-15 ára pilta. Hann vann undanriðli sinn örugglega og mætti Svíþjóðarmeistaranum William Tran í úrslitum. Tran vann með talsverðum yfirburðum, rúmlega einum heilum í einkunn. Tómas Pálmar Tómasson keppti í sama flokki og Hugi. Hann tapaði fyrir Tran í undanriðli en vann svo bronsverðlaun. Í flokki 14-15 ára stúlkna í kata varð Eydís Magnea Friðriksdóttir önnur í sínum undanriðli og vann bronsviðureign sína örugglega. Aron Anh Ky Huynh var hársbreidd frá bronsverðlaunum í karlaflokki. Í annarri umferð gerði hann sér lítið fyrir og skákaði ríkjandi Norðurlandameistara, Svíanum Alexander Pagot. Aron varð annar í riðlinum á eftir Dananum August Andersen og tryggði sér viðureign um bronsið gegn Dovydas Zymantas frá Litháen. Aftur skildu aðeins 0,06 stig á milli keppenda og sá litháíski fékk bronsið. Í kumite náðu Máni Karl Guðmundsson, Hugi Halldórsson og Iveta Ivanova bestum árangri íslensku keppendanna. Þau kepptu öll um bronsverðlaun í sínum flokkum en töpuðu fyrir sterkum mótherjum. Karate Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
Um helgina kepptu 13 Íslendingar á Norðurlandamótinu í karate í Danmörku og unnu samtals þrjú silfur og tvö brons, öll í kata. Þórður Jökull Henrysson náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann vann báða undanriðla sína með yfirburðum og keppti til úrslita í flokki 16-17 ára pilta í kata. Í úrslitum mætti Þórður Teo Lappalainen frá Finnlandi. Þórður hlaut þar einkunnina 22,08 fyrir öfluga framkvæmd á kata Anan Dai en Finninn fékk 22,14 í einkunn. Hann vann því Þórð með aðeins 0,06 stiga mun sem er minnsti mögulegi munur á heildareinkunnum. Í 16-17 ára stúlknaflokki í kata varð Freyja Stígsdóttir langhæst í sínum undanriðli, rúmlega einum heilum á undan öðrum keppendum. Í úrslitum mætti hún Josephine Christiansen, ríkjandi Norðurlanda- og Danmerkurmeistara, og tapaði með 0,36 stiga mun. Hugi Halldórsson vann silfur í kata í flokki 14-15 ára pilta. Hann vann undanriðli sinn örugglega og mætti Svíþjóðarmeistaranum William Tran í úrslitum. Tran vann með talsverðum yfirburðum, rúmlega einum heilum í einkunn. Tómas Pálmar Tómasson keppti í sama flokki og Hugi. Hann tapaði fyrir Tran í undanriðli en vann svo bronsverðlaun. Í flokki 14-15 ára stúlkna í kata varð Eydís Magnea Friðriksdóttir önnur í sínum undanriðli og vann bronsviðureign sína örugglega. Aron Anh Ky Huynh var hársbreidd frá bronsverðlaunum í karlaflokki. Í annarri umferð gerði hann sér lítið fyrir og skákaði ríkjandi Norðurlandameistara, Svíanum Alexander Pagot. Aron varð annar í riðlinum á eftir Dananum August Andersen og tryggði sér viðureign um bronsið gegn Dovydas Zymantas frá Litháen. Aftur skildu aðeins 0,06 stig á milli keppenda og sá litháíski fékk bronsið. Í kumite náðu Máni Karl Guðmundsson, Hugi Halldórsson og Iveta Ivanova bestum árangri íslensku keppendanna. Þau kepptu öll um bronsverðlaun í sínum flokkum en töpuðu fyrir sterkum mótherjum.
Karate Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira