Mourinho náði því besta fram í Alli Hjörvar Ólafsson skrifar 25. nóvember 2019 15:45 Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur. fréttablaðið José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira
José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira