Erlent

Yfir tuttugu látnir eftir flugslysið í Austur-Kongó

Sylvía Hall skrifar
Flugvélin brotlenti í miðri íbúabyggð.
Flugvélin brotlenti í miðri íbúabyggð. Vísir/AP
Í það minnsta 24 eru látnir eftir að lítil farþegaflugvél hrapaði í íbúðabyggð í borginni Goma í Austur-Kongó í morgun. Sautján farþegar voru um borð í vélinni ásamt tveimur áhafnarmeðlimum en ljóst er að á meðal hinna látnu eru íbúar á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti.

Slysið varð skömmu eftir flugtak frá Goma-flugvellinum en vélin var á leið til borgarinnar Beni í um það bil 350 kílómetra fjarlægð suður af Goma. Vélin fór í loftið skömmu eftir klukkan níu að staðartíma í morgun.

Sjá einnig: Farþegaflugvél brotlenti í íbúabyggð

Mikinn reyk lagði frá slysstaðnum og reyndu íbúar að aðstoða við björgunaraðgerðir. Á myndbandsupptökum sem birtar voru á samfélagsmiðlum mátti sjá íbúa streyma að slysstað með vatnsfötur til þess að reyna að ná tökum á eldinum í flakinu.





Þetta er annað flugslysið á rúmum mánuði í Lýðveldinu Kongó en í október brotlenti fraktflugvél rúmlega klukkutíma eftir flugtak. Allir um borð létust, átta farþegar og áhafnarmeðlimir.

Vísir/AP
Vísir/AP

Tengdar fréttir

Farþegaflugvél brotlenti í íbúabyggð

Nokkrir eru látnir eftir að farþegaflugvél með sautján farþegum og tveimur áhafnarmeðlimum innanborðs brotlenti skömmu eftir flugtak í borginni Goma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×