Íslandsmeistarar Selfoss unnu níu marka sigur á Fjölni er liðin mættust í Olís-deild karla í kvöld en lokatölur urðu 35-26.
Liðin héldust hönd í hönd þangað til stundarfjórðungur var liðinn en þá tóku gestirnir við sér og komu muninum í sex mörk fyri hlé, 18-12.
Í síðari hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda en Fjölnismenn sáu varla til sólar. Öruggur níu marka sigur Selfyssinga.
Hergeir Grímsson fór á kostum í liði Selfoss og skoraði tíu mörk úr tólf skotum. Guðni Ingvarsson og Haukur Þrastarson gerðu sitt hvor fimm mörkin.
Markmenn Selfoss vörðu einungis tíu skot en það kom ekki að sök. Markahæstur Fjölnismanna var Breki Dgasson með sjö mörk og Arnar Máni Rúnarsson gerði sex.
Selfoss er í 3. sætinu með fimmtán stig en Fjölnir er í næst neðsta sætinu með fimm stig.
Skyldusigur hjá Íslandsmeisturunum gegn Fjölni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti

Fleiri fréttir
