Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 23:30 Michael Bloomberg er einn auðugasti einstaklingur heims. Getty/Yana Paskova Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira
Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15
Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00