Vilja ræða við eigendur Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 19:53 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann er einn stærsti eigandi félagsins. Vísir/vilhelm Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Sjá meira
Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Sjá meira
Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24
Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28