Níu hundruð fá boð í DNA-próf í von um að lausn finnist á 23 ára hryllilegu morðmáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 18:03 Málið hefur vakið mikla athygli. Ap/DPA Lögregluyfirvöld í þýska bænum Grevenbroich hafa sent 900 mönnum boð um að koma í DNA-próf í von um að komast til botns í 23 ára gömlu morðmáli. Árið 1996 fannst lík hinnar ellefu ára gömlu Claudiu Ruf í 70 kílómetra fjarlægð frá bænum. Tveimur dögum áður hafði henni verið rænt er hún var úti að labba með hund nágranna fjölskyldu hennar. Lík hennar fannst illa farið en hún hafði verið kynferðislega misnotkuð auk þess að á henni fundust brunasár. Svo virðist sem að ódæðismaðurinn eða mennirnir hafi reynt að brenna lík hennar. Þeir sem bera ábyrgð á verknaðinum hafa hins vegar aldrei fundist. Hefur því verið brugðið á það ráð að bjóða 900 karlmönnum boð um að koma í DNA-próf svo að vísbendingar fáist, en rannsakendur söfnuðu DNA-gögnum á vettvangi og vilja bera þau saman við DNA íbúa bæjarins.Rannsakendur vona að nýleg þróun í DNA-próftækni komi þeim á sporið. Þannig vona þeir að af þessum 900 mönnum sem boðaðir hafa verið í DNA-próf leynist skyldmenni þess sem skildi eftir sig DNA þar sem Ruf fannst, en mun auðveldara er nú en áður að greina slíkt.Í síðustu viku grátbað faðir fórnarlambsins íbúa bæjarins að taka þátt í DNA-prófunum, þannig væri auknar líkur á því að hægt væri að leysa málið og komast að hinnu sanna.Búist er við því að það munu taka fjórar til átta vikur að fá niðurstöður úr prófunum og hvort að þau hafi skilað einhverju. Þýskaland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Lögregluyfirvöld í þýska bænum Grevenbroich hafa sent 900 mönnum boð um að koma í DNA-próf í von um að komast til botns í 23 ára gömlu morðmáli. Árið 1996 fannst lík hinnar ellefu ára gömlu Claudiu Ruf í 70 kílómetra fjarlægð frá bænum. Tveimur dögum áður hafði henni verið rænt er hún var úti að labba með hund nágranna fjölskyldu hennar. Lík hennar fannst illa farið en hún hafði verið kynferðislega misnotkuð auk þess að á henni fundust brunasár. Svo virðist sem að ódæðismaðurinn eða mennirnir hafi reynt að brenna lík hennar. Þeir sem bera ábyrgð á verknaðinum hafa hins vegar aldrei fundist. Hefur því verið brugðið á það ráð að bjóða 900 karlmönnum boð um að koma í DNA-próf svo að vísbendingar fáist, en rannsakendur söfnuðu DNA-gögnum á vettvangi og vilja bera þau saman við DNA íbúa bæjarins.Rannsakendur vona að nýleg þróun í DNA-próftækni komi þeim á sporið. Þannig vona þeir að af þessum 900 mönnum sem boðaðir hafa verið í DNA-próf leynist skyldmenni þess sem skildi eftir sig DNA þar sem Ruf fannst, en mun auðveldara er nú en áður að greina slíkt.Í síðustu viku grátbað faðir fórnarlambsins íbúa bæjarins að taka þátt í DNA-prófunum, þannig væri auknar líkur á því að hægt væri að leysa málið og komast að hinnu sanna.Búist er við því að það munu taka fjórar til átta vikur að fá niðurstöður úr prófunum og hvort að þau hafi skilað einhverju.
Þýskaland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira