Sigraði smákökusamkeppnina með Mæru-lyst Lífland kynnir 22. nóvember 2019 14:15 Mæru lyst, smákökurnar sem dómnefndin féll fyrir. „Mæra er sérstakt orð sem við notum hér á Húsavík yfir sælgæti, þaðan kemur nafnið,“ útskýrir Guðný Jónsdóttir, sem sigraði smákökusamkeppni Kornax í ár með uppskrift sinni Mæru-lyst. Guðný hefur afar gaman af því að baka og er ekkert að flækja hlutina við baksturinn.Guðný Jónsdóttir fékk glæsilega Kitchen Aid hrærivél í verðlaun auk gjafakarfa.„Það er um að gera að hafa uppskriftirnar einfaldar og stuttar. Ég bjó þessa bara til um leið og ég hnoðaði í deigið. Tíndi ofan í skálin það sem mér finnst gott og passaði bara að hafa þetta nógu sætt. Það virðist öllum þykja smákökurnar góðar sem hafa smakkað,“ segir Guðný. Enda hitti hún heldur betur á réttu samsetninguna. Á annað hundrað uppskriftir bárust í keppnina að þessu sinni, dómnefnd valdi tuttugu þeirra úr til frekari smökkunar og féll fyrir Mæru-lyst. Guðný mælir með því að baka fullan kökubauk og láta hann standa á stofuborðinu alla aðventuna. Þeir sem vilja spreyta sig á Mæru-lyst fyrir jólin geta fylgt uppskriftinni hér fyrir neðan. Mæru-lyst 150 g lint smjör 100 g dökkur púðursykur 100 g hrásykur 1 egg 200 g Kornax hveiti 1 tsk vínsteins lyftiduft 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar 2 tsk gróft malað hafsalt rifinn börkur af einni appelsínu 150 g Síríus karamellukurl.Hrærið smjör, púðursykur og hrásykur vel saman. Bætið við eggi, appelsínuberki og vanilludropum og hrærið vel. Sigtið saman hveiti, vínsteins lyftiduft og matarsóda og bætið við ásamt karamellukurli og hafsalti og hrærið varlega saman við.Setjið á bökunarplötu með lítilli teskeið, kökurnar renna dálítið út. Bakið við 180°C í 7-10 mín.Skraut ofan á 1 poki hvítir súkkulaðidropar (um 150 g) ca 75 g Síríus karamellukurl Bræðið súkkulaðidropana í vatnsbaði og setjið yfir kökurnar. Stráið karamellukurli yfir. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Lífland Jól Matur Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Mæra er sérstakt orð sem við notum hér á Húsavík yfir sælgæti, þaðan kemur nafnið,“ útskýrir Guðný Jónsdóttir, sem sigraði smákökusamkeppni Kornax í ár með uppskrift sinni Mæru-lyst. Guðný hefur afar gaman af því að baka og er ekkert að flækja hlutina við baksturinn.Guðný Jónsdóttir fékk glæsilega Kitchen Aid hrærivél í verðlaun auk gjafakarfa.„Það er um að gera að hafa uppskriftirnar einfaldar og stuttar. Ég bjó þessa bara til um leið og ég hnoðaði í deigið. Tíndi ofan í skálin það sem mér finnst gott og passaði bara að hafa þetta nógu sætt. Það virðist öllum þykja smákökurnar góðar sem hafa smakkað,“ segir Guðný. Enda hitti hún heldur betur á réttu samsetninguna. Á annað hundrað uppskriftir bárust í keppnina að þessu sinni, dómnefnd valdi tuttugu þeirra úr til frekari smökkunar og féll fyrir Mæru-lyst. Guðný mælir með því að baka fullan kökubauk og láta hann standa á stofuborðinu alla aðventuna. Þeir sem vilja spreyta sig á Mæru-lyst fyrir jólin geta fylgt uppskriftinni hér fyrir neðan. Mæru-lyst 150 g lint smjör 100 g dökkur púðursykur 100 g hrásykur 1 egg 200 g Kornax hveiti 1 tsk vínsteins lyftiduft 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar 2 tsk gróft malað hafsalt rifinn börkur af einni appelsínu 150 g Síríus karamellukurl.Hrærið smjör, púðursykur og hrásykur vel saman. Bætið við eggi, appelsínuberki og vanilludropum og hrærið vel. Sigtið saman hveiti, vínsteins lyftiduft og matarsóda og bætið við ásamt karamellukurli og hafsalti og hrærið varlega saman við.Setjið á bökunarplötu með lítilli teskeið, kökurnar renna dálítið út. Bakið við 180°C í 7-10 mín.Skraut ofan á 1 poki hvítir súkkulaðidropar (um 150 g) ca 75 g Síríus karamellukurl Bræðið súkkulaðidropana í vatnsbaði og setjið yfir kökurnar. Stráið karamellukurli yfir. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Lífland
Jól Matur Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira