Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Bauhaus styrkir góð mál­efni fyrir jólin

„Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna eða eru í erfiðum aðstæðum. Við viljum taka virkan þátt í að bæta gleðina og stemninguna yfir jólin fyrir sem allra flesta, hvort sem það er með gjöfum eða einhverskonar stuðning fyrir þá sem þurfa mest á því að halda," segir Ásgeir Backman, framkvæmdastjóri BAUHAUS en BAUHAUS ætlar að gefa þremur málefnum jólagjafir að andvirði 500.000kr. hverju. Heildarverðmæti um 1.500.000 króna.

Samstarf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hve­nær má byrja að spila jóla­lög?

Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar.

Lífið
Fréttamynd

Spila jóla­lög allan sólar­hringinn fram að jólum

Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns.

Tónlist
Fréttamynd

Stað­festa að gjöf í formi bankakorts er skatt­skyld

Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Steinunni

Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­réttur ársins að hætti Elenoru

Sterkar djúpur súkkulaðimús með rís-botni er eftirréttur ársins 2024 að mati bakarans Elenoru Rós Georgsdóttur. Rétturinn er fullkominn í áramótapartýið og er tilvalið að bera hann fram í fallegu glasi með stjörnuljósi.

Lífið
Fréttamynd

Dísella „loksins“ trú­lofuð

Íslenska sópransöngkonan Dísella Lárusdóttir og sambýlismaður hennar, Bragi Jónsson, rekstrarstjóri Leigumarkaðar BYKO, trúlofuðu sig á aðfangadag. Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Marg­menni í Blá­fjöllum

Fjölmargir skelltu á skíði í Bláfjöllum í dag enda bjart og heiðskírt þó kalt hafi verið í fjallinu. Tökumaður Stöðvar 2 myndaði stemninguna. 

Lífið
Fréttamynd

Jóla­gjafirnar í ár hittu beint í mark

Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. 

Innlent
Fréttamynd

Eiga nú glöðustu hunda í heimi

Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Gary sem stal jólunum

Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skila­boð há­tíðarinnar

Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna.

Skoðun
Fréttamynd

Jólakindin Djásn á Stokks­eyri

Kindinni Djásn á Stokkseyri þykir fátt skemmtilegra en að láta skreyta sig með allskonar jólaskrauti og kippir sér ekkert upp við það þegar skrautið er sett á hana.

Innlent