Flóttamenn æfa fótbolta hjá Þrótti: „Viljum vera opið og mannlegt félag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Í fyrrakvöld voru fjölmargir flóttamenn á æfingu hjá SR. mynd/þróttur Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“ Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“
Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira