Mikil uppbygging nema í Laugardal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. nóvember 2019 17:15 Laugardalsvöllur er rúmlega 60 ára gamall. Miðað við mannvirkjagerð hjá sveitarfélögum landsins er ríkið að draga lappirnar. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttablaðið/Anton Brink Skýrsla starfshóps um nýtt knattspyrnuhús Hauka var tekin fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær en bærinn hyggst reisa veglegt knattspyrnuhús á Ásvöllum. Mikil uppbygging er víða um land þegar kemur að knattspyrnu og íþróttum. Þannig var Skessan tekin í notkun í Kaplakrika fyrir skemmstu, Afturelding tók nýverið í notkun sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða út upphitað hús og í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við svæði Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir langleiðina með sitt svæði og KR er í startholunum. Svona mætti lengi telja. Flest sveitarfélögin standa sig gríðarlega vel í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og samanlagður kostnaður við þessa mannvirkjagerð nemur mörgum milljörðum króna. Það er þó aðra sögu að segja í Laugardal. Þar standa mannvirki fornra tíma með úrelta íþróttahöll og leikvang með ónýta frjálsíþróttabraut. Uppbygging þar er á ábyrgð ríkisins og þó það sé að þokast í rétta átt er enn langt í land. Á fjáraukalögum er búið að koma á fót hlutafélagi vegna Þjóðarleikvangs í Laugardal og leggja því til fimm milljónir króna í stofnfé. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað sé stíft og vandað sé til verka. Guðni er ekki í öfundsverðu hlutverki en ber sig vel þegar rætt er um uppbygginguna sem vonandi verður. „Starfshópur skilaði af sér vinnu á síðasta ári og í kjölfarið var samkomulag um að fara í nánari greiningarvinnu og úttekt á mögulegum sviðsmyndum hvað varðar völlinn. Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu ríkisvaldsins til að hafa fjármagnsheimildir fyrir það verkefni. Það er verið að vinna af þó nokkrum krafti, fundað vikulega og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári og þá er kominn tími til að taka ákvörðun í málinu – þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann bætir við að það sé gangur í þeirri vinnu sem nú sé unnin þó skrefin séu stundum stutt og hæg. „Miðað við mínar upplýsingar hefur varla verið unnin svona ítarleg vinna eins og þessi á evrópskan mælikvarða hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis. Það er verið að rýna ítarlega í hlutina.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Laugardalsvöll. Sérstaklega í aðdraganda þess að Ísland er að fara að spila leik og jafnvel tvo í mars. Guðni segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. „En manni finnst að ríkið eigi að koma að þessu – sérstaklega þegar rætt er um þjóðarleikvang. Það má auðvitað líka ræða hvernig ríkið styrkir íþróttalífið. Það mætti gera betur þar. Ríkið styrkir rekstur íþróttasambanda og UMFÍ og ferðasjóð og afrekssjóð en miðað við skatttekjur sem ríkið fær af íþróttum mættu framlög til íþróttamála tvímælalaust vera meiri og kannski meira í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Skýrsla starfshóps um nýtt knattspyrnuhús Hauka var tekin fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær en bærinn hyggst reisa veglegt knattspyrnuhús á Ásvöllum. Mikil uppbygging er víða um land þegar kemur að knattspyrnu og íþróttum. Þannig var Skessan tekin í notkun í Kaplakrika fyrir skemmstu, Afturelding tók nýverið í notkun sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða út upphitað hús og í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við svæði Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir langleiðina með sitt svæði og KR er í startholunum. Svona mætti lengi telja. Flest sveitarfélögin standa sig gríðarlega vel í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og samanlagður kostnaður við þessa mannvirkjagerð nemur mörgum milljörðum króna. Það er þó aðra sögu að segja í Laugardal. Þar standa mannvirki fornra tíma með úrelta íþróttahöll og leikvang með ónýta frjálsíþróttabraut. Uppbygging þar er á ábyrgð ríkisins og þó það sé að þokast í rétta átt er enn langt í land. Á fjáraukalögum er búið að koma á fót hlutafélagi vegna Þjóðarleikvangs í Laugardal og leggja því til fimm milljónir króna í stofnfé. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað sé stíft og vandað sé til verka. Guðni er ekki í öfundsverðu hlutverki en ber sig vel þegar rætt er um uppbygginguna sem vonandi verður. „Starfshópur skilaði af sér vinnu á síðasta ári og í kjölfarið var samkomulag um að fara í nánari greiningarvinnu og úttekt á mögulegum sviðsmyndum hvað varðar völlinn. Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu ríkisvaldsins til að hafa fjármagnsheimildir fyrir það verkefni. Það er verið að vinna af þó nokkrum krafti, fundað vikulega og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári og þá er kominn tími til að taka ákvörðun í málinu – þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann bætir við að það sé gangur í þeirri vinnu sem nú sé unnin þó skrefin séu stundum stutt og hæg. „Miðað við mínar upplýsingar hefur varla verið unnin svona ítarleg vinna eins og þessi á evrópskan mælikvarða hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis. Það er verið að rýna ítarlega í hlutina.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Laugardalsvöll. Sérstaklega í aðdraganda þess að Ísland er að fara að spila leik og jafnvel tvo í mars. Guðni segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. „En manni finnst að ríkið eigi að koma að þessu – sérstaklega þegar rætt er um þjóðarleikvang. Það má auðvitað líka ræða hvernig ríkið styrkir íþróttalífið. Það mætti gera betur þar. Ríkið styrkir rekstur íþróttasambanda og UMFÍ og ferðasjóð og afrekssjóð en miðað við skatttekjur sem ríkið fær af íþróttum mættu framlög til íþróttamála tvímælalaust vera meiri og kannski meira í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira