Dansa á landamærum ástar og örvæntingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:49 Einar Lövdahl Gunnlaugsson og Egill Jónsson skipa dúóið LØV & LJÓN. Mynd/Hjördís Eyþórsdóttir Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin. Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin.
Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira