Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ og tvö lið í vandræðum mætast í Grindavík Arnar Björnsson skrifar 21. nóvember 2019 17:30 Jakob og félagar í KR taka á móti Njarðvík. vísir/bára Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira