Höddi Magg lýsti árlegu kótilettukappáti sem þingmaður VG pakkaði saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 15:15 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður kann þá list betur en flestir að borða kótilettur. Vísir/Friðrik Þór Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát
Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira