Mikil óvissa um endurráðningar flugmanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir ársfjórðungsuppgjör ekki lýsandi fyrir stöðu fyrirtækisins þetta árið. Vísir/vilhelm Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35
Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00