Elín Hirst sækir um stöðu útvarpsstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 20:02 Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rennur út á miðnætti. Elín Hirst er ein umsækjenda. vísir/vilhelm Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. Elín greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti.Greint var frá því í dag að þær Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður og leikkona, og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og leikstjóri, hefðu sótt um stöðuna. Þá gerði Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá RÚV, ráð fyrir að sækja um en Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hyggst ekki sækja um sem útvarpsstjóri. Elín Hirst var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013 til 2016. Hún býr að mikilli reynslu úr fjölmiðlum en samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis hóf hún störf sem blaðamaður á DV árið 1984. Hún starfaði svo frá árinu 1986 á fréttastofu Stöðvar 2 og var meðal annars fréttastjóri á árunum 1994 til 1996. Árið 1998 færði hún sig yfir á RÚV og var þá fréttamaður í sjónvarpi. Hún var fréttaþulur á RÚV frá 1998 til 2010 og fréttastjóri sjónvarpsins frá 2002 til 2008. Frá 2008 til 2010 starfaði hún svo sem dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni. Þá var hún einn af hugmyndasmiðum þáttanna Hvað höfum við gert? og sat í ritstjórn þáttanna sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. Þeir fjölluðu um loftslagsmál og vöktu mikla athygli. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21 Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. Elín greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti.Greint var frá því í dag að þær Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður og leikkona, og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og leikstjóri, hefðu sótt um stöðuna. Þá gerði Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá RÚV, ráð fyrir að sækja um en Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hyggst ekki sækja um sem útvarpsstjóri. Elín Hirst var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013 til 2016. Hún býr að mikilli reynslu úr fjölmiðlum en samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis hóf hún störf sem blaðamaður á DV árið 1984. Hún starfaði svo frá árinu 1986 á fréttastofu Stöðvar 2 og var meðal annars fréttastjóri á árunum 1994 til 1996. Árið 1998 færði hún sig yfir á RÚV og var þá fréttamaður í sjónvarpi. Hún var fréttaþulur á RÚV frá 1998 til 2010 og fréttastjóri sjónvarpsins frá 2002 til 2008. Frá 2008 til 2010 starfaði hún svo sem dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni. Þá var hún einn af hugmyndasmiðum þáttanna Hvað höfum við gert? og sat í ritstjórn þáttanna sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. Þeir fjölluðu um loftslagsmál og vöktu mikla athygli.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21 Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45
Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21
Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00