Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. desember 2019 06:30 Fastlaunasamningum á Landspítalanum verður sagt upp og telur forstjóri spítalans að það muni spara hundruð milljóna. stöð 2 Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira