Slökkviliðsmenn í hættu í baráttu sinni við gróðureldana í Ástralíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2019 20:30 Slökkviliðsmenn hafa verið í hættu í baráttu sinni við gróðureldana í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Gróðureldarnir í Ástralíu eru svo umfangsmiklir að yfirvöld hafa gefið það út að þeir séu óviðráðanlegir. Eldarnir hafa logað á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði. Alls taka um tvö þúsund og tvö hundruð slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfi þar sem gróðureldar loga í Ástralíu. Yfirvöld hafa sagt að eldur logi á níutíu og fimm stöðum og séu þeir svo miklir ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu þeirra. Eldarnir geisa víða. Til dæmi í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður og Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.Slökkviliðsmaður við störf í Ástralíu.AP/Rick RycroftSlökkviliðsmenn hafa verið í hættu við störf sín „Maður er að slökkva stakan eld og á næsta augnabliki er 30 metra bál fyrir aftan mann. Maður hefur bara ekki undan,“ segir Matthew Hutton, slökkviliðsmaður. Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga. „Munurinn núna, þegar við erum að koma inn í sumarmánuðina, er að áður fyrr voru þeir að mestu bundnir við norðurhluta New South Wales, en það sem við sjáum í þessari viku er að mannafli okkar þarf að vera meðfram allri strandlengjunni. Eldarnir hafa líka komist mjög nálægt meiri háttar þéttbýlissvæðum hvort sem það er við suðurströndina, miðströndina eða jafnvel vesturhluta Sydney,“ segir Gladys Berjiklian, ríkisstjóri í New South Wales. Ástandið er einna verst í um klukkustundarfjarlægð frá Sydney, stærstu borg Ástralíu. Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað en alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst frá því í október. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41 Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52 Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu eru svo umfangsmiklir að yfirvöld hafa gefið það út að þeir séu óviðráðanlegir. Eldarnir hafa logað á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði. Alls taka um tvö þúsund og tvö hundruð slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfi þar sem gróðureldar loga í Ástralíu. Yfirvöld hafa sagt að eldur logi á níutíu og fimm stöðum og séu þeir svo miklir ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu þeirra. Eldarnir geisa víða. Til dæmi í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður og Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.Slökkviliðsmaður við störf í Ástralíu.AP/Rick RycroftSlökkviliðsmenn hafa verið í hættu við störf sín „Maður er að slökkva stakan eld og á næsta augnabliki er 30 metra bál fyrir aftan mann. Maður hefur bara ekki undan,“ segir Matthew Hutton, slökkviliðsmaður. Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga. „Munurinn núna, þegar við erum að koma inn í sumarmánuðina, er að áður fyrr voru þeir að mestu bundnir við norðurhluta New South Wales, en það sem við sjáum í þessari viku er að mannafli okkar þarf að vera meðfram allri strandlengjunni. Eldarnir hafa líka komist mjög nálægt meiri háttar þéttbýlissvæðum hvort sem það er við suðurströndina, miðströndina eða jafnvel vesturhluta Sydney,“ segir Gladys Berjiklian, ríkisstjóri í New South Wales. Ástandið er einna verst í um klukkustundarfjarlægð frá Sydney, stærstu borg Ástralíu. Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað en alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst frá því í október.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41 Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52 Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41
Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52
Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24