Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa til styrktar átaki UNICEF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2019 19:00 Einar Hansberg ræðir við Arnar Björnsson. mynd/stöð 2 Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa
Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti