Verkalýðshreyfingin málsvari þeirra sem verst standa Drífa Snædal skrifar 6. desember 2019 13:00 Í liðinni viku hafa stóru málin verið til umfjöllunar í hreyfingunni og er farið að sjá til lands í mörgum umbótamálum sem lögð var áhersla á í aðdraganda kjarasamninganna í vor þó vinnan sækist hægar en æskilegt væri. Á miðstjórnarfundi ASÍ á miðvikudaginn voru til umfjöllunar lífeyrismál og húsnæðismál og ljóst að það þarf að vanda verulega til verka og gæta þess að breytinga sem standa fyrir dyrum verði raunveruleg framfaraskref fyrir allan almenning. Inn í lífeyrismálin fléttast að sjálfsögðu almannatryggingar og því verður þetta alltaf umræða um grundvallaratriði. Hvernig nýtist samtrygging í gegnum lífeyrissjóði og almannatryggingar, hverjir njóta og hverjir borga. Þó að verkalýðshreyfingin sé samtök vinnandi fólks þá er ljóst að samfélagið allt er undir og oft eru skilin á milli þess að vera á vinnumarkaði eða ekki frekar fljótandi. Það er því eitt af stærstu verkefnum samfélagsins í dag að tryggja að fólk sem missir starfsgetuna sé ekki dæmt til fátæktar. Ástandið verður augljóst og átakanlegt rétt fyrir jól þar sem öryrkjar eru meðal helstu skjólstæðinga hjálparstofnana, hópur sem oft og tíðum er ósýnilegur á öðrum tímum. Verkefni hreyfingarinnar eru iðulega að standa vörð um þá sem verst hafa kjörin og ljá þeim rödd sem hafa ekki aðgang að hljóðnemanum stöðu sinnar vegna. Einn þessara hópa eru erlendir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og í vikunni féll dómur þar sem sum ummæli sérfræðings á skrifstofu ASÍ voru dæmd dauð og ómerk en önnur ekki. Til að taka af allan vafa þá breytir þessi dómur engu í starfsemi okkar vinnustaðaeftirlits eða þeirri staðfestu starfsfólks og kjörinna fulltrúa hreyfingarinnar að enduróma veruleika okkar félaga og tala skýrt þeirra máli. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hafa stóru málin verið til umfjöllunar í hreyfingunni og er farið að sjá til lands í mörgum umbótamálum sem lögð var áhersla á í aðdraganda kjarasamninganna í vor þó vinnan sækist hægar en æskilegt væri. Á miðstjórnarfundi ASÍ á miðvikudaginn voru til umfjöllunar lífeyrismál og húsnæðismál og ljóst að það þarf að vanda verulega til verka og gæta þess að breytinga sem standa fyrir dyrum verði raunveruleg framfaraskref fyrir allan almenning. Inn í lífeyrismálin fléttast að sjálfsögðu almannatryggingar og því verður þetta alltaf umræða um grundvallaratriði. Hvernig nýtist samtrygging í gegnum lífeyrissjóði og almannatryggingar, hverjir njóta og hverjir borga. Þó að verkalýðshreyfingin sé samtök vinnandi fólks þá er ljóst að samfélagið allt er undir og oft eru skilin á milli þess að vera á vinnumarkaði eða ekki frekar fljótandi. Það er því eitt af stærstu verkefnum samfélagsins í dag að tryggja að fólk sem missir starfsgetuna sé ekki dæmt til fátæktar. Ástandið verður augljóst og átakanlegt rétt fyrir jól þar sem öryrkjar eru meðal helstu skjólstæðinga hjálparstofnana, hópur sem oft og tíðum er ósýnilegur á öðrum tímum. Verkefni hreyfingarinnar eru iðulega að standa vörð um þá sem verst hafa kjörin og ljá þeim rödd sem hafa ekki aðgang að hljóðnemanum stöðu sinnar vegna. Einn þessara hópa eru erlendir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og í vikunni féll dómur þar sem sum ummæli sérfræðings á skrifstofu ASÍ voru dæmd dauð og ómerk en önnur ekki. Til að taka af allan vafa þá breytir þessi dómur engu í starfsemi okkar vinnustaðaeftirlits eða þeirri staðfestu starfsfólks og kjörinna fulltrúa hreyfingarinnar að enduróma veruleika okkar félaga og tala skýrt þeirra máli. Njótið helgarinnar, Drífa
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun