Bayern er sem stendur með Hans-Dieter Flick sem bráðabirgðarstjóra eftir að félagið ákvað að reka Króatann Niko Kovac úr starfi í byrjun nóvember.
Pochettino var rekinn frá Tottenham um miðjan nóvember og var talinn á lista Bæjara en svo virðist ekki vera mikið lengur ef marka má heimildir þýska miðilsins.
Bayern und Pochettino - Entscheidung gefallen! https://t.co/LuprZ96oe1
— BILD (@BILD) December 6, 2019
Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála, var talinn hrifinn af Pochettino og vildi fá hann til félagsins áður en hann réð Kovac. Nú virðist Pochettino vera kominn aftar í goggunarröðina.
Bayern er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliðinu Borussia Mönchengladbach.