Dauðsföllum vegna mislinga fer fjölgandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 23:17 Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. EPA/LYNN BO BO Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira