Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2019 10:24 Blaðamenn á Fréttablaðinu leggja niður störf í dag. vísir/vilhelm Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, auk þess sem ljósmyndarar og tökumenn sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og RÚV leggja líka niður störf. Vinnustöðvuninni lýkur klukkan 22 í kvöld. Um er að ræða fyrstu vinnustöðvun á prentmiðlum en fyrri þrjár vinnustöðvanir tóku til netmiðla, ljósmyndara og tökumanna. Í þeim vinnustöðvunum skrifuðu verktakar, yfirmenn og blaðamenn Morgunblaðsins fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum stóð. Vefblaðamenn mbl.is fordæmdu þær aðgerðir og stefndi BÍ Samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdóm vegna meintra verkfallsbrota hjá Árvakri. Blaðamenn felldu kjarasamning við SA í síðustu viku en skrifað var undir hann í kjölfar þess að boðuðum verkfallsaðgerðum var frestað um viku. Sú ákvörðun samninganefndar félagsins var afar umdeild enda hafði hún í för með sér að verkfall á prentmiðlum, sem átti að vera síðastliðinn fimmtudag, daginn fyrir svokallaðan Black Friday, frestaðist til dagsins í dag. Eftir að kjarasamningurinn var felldur í atkvæðagreiðslu hafa samninganefndir BÍ og SA átt fundi hjá ríkissáttasemjara en án árangurs. Síðast var fundað á þriðjudag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður í deilunni.Blaðamenn á Vísi eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. 22. nóvember 2019 08:00 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, auk þess sem ljósmyndarar og tökumenn sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og RÚV leggja líka niður störf. Vinnustöðvuninni lýkur klukkan 22 í kvöld. Um er að ræða fyrstu vinnustöðvun á prentmiðlum en fyrri þrjár vinnustöðvanir tóku til netmiðla, ljósmyndara og tökumanna. Í þeim vinnustöðvunum skrifuðu verktakar, yfirmenn og blaðamenn Morgunblaðsins fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum stóð. Vefblaðamenn mbl.is fordæmdu þær aðgerðir og stefndi BÍ Samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdóm vegna meintra verkfallsbrota hjá Árvakri. Blaðamenn felldu kjarasamning við SA í síðustu viku en skrifað var undir hann í kjölfar þess að boðuðum verkfallsaðgerðum var frestað um viku. Sú ákvörðun samninganefndar félagsins var afar umdeild enda hafði hún í för með sér að verkfall á prentmiðlum, sem átti að vera síðastliðinn fimmtudag, daginn fyrir svokallaðan Black Friday, frestaðist til dagsins í dag. Eftir að kjarasamningurinn var felldur í atkvæðagreiðslu hafa samninganefndir BÍ og SA átt fundi hjá ríkissáttasemjara en án árangurs. Síðast var fundað á þriðjudag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður í deilunni.Blaðamenn á Vísi eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. 22. nóvember 2019 08:00 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10
Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. 22. nóvember 2019 08:00
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02