Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Magical Kenya Ladies Open sem verður sýnt á Stöð 2 Sport 4 í dag. Bein útsending hefst klukkan 11:30. Auk þess verður sýnt frá tveimur öðrum golfmótum á Stöð 2 Golf.
Mótið sem Valdís keppir á í Keníu er lokamót tímabilsins á Evrópumótaröðinni. Þetta er sextánda mót hennar á tímabilinu.
Valdís, sem fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær, er í 71. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar. Sjötíu efstu kylfingarnir tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á mótaröðinni.
Klukkan 08:30 hefst bein útsending frá AfrAsia Bank Mauritius Open á Stöð 2 Golf. Þetta er annað mót tímabilsins á Evrópumótaröðinni.
Bein útsending frá öðrum hring Hero World Challenge hefst svo klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf. Hero World Challenge er mót sem Tiger Woods hefur haldið í desember hvert ár síðan 2000. Átján af fremstu kylfingum heims taka þátt.
Gary Woodland og Patrick Reed eru efstir og jafnir á sex höggum undir pari eftir fyrsta hring. Woods er í 11. sæti á pari.
Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrása Stöðvar 2 má sjá hér.
Beinar útsendingar í dag:
08:30 AfrAsia Bank Mauritius Open, Stöð 2 Golf
11:30 Magical Kenya Ladies Open, Stöð 2 Sport 4
18:00 Hero World Challenge, Stöð 2 Golf
