Röð út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2019 18:30 Röð var út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð. Erlendum ríkisborgurum, sem eru nýlega komnir til landsins, hefur fjölgað ört í hópi þeirra sem sækja um. Líkt og fyrri ár aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalitlar fjölskyldur við að halda jólin hátíðleg. Fólk fær meðal annars inneignarkort fyrir matvörum, jólaföt og jólagjafir. Byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð í gær og er hægt að sækja um út morgundaginn.Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.Þegar hefur fjöldi umsókna borist. Í gær og í dag mættu margir til að sækja um og um tíma náði röðin út á götu. „Það er sem sagt fjölgun í þessum innflytjendahópi, í hópi flóttafólks, og það eru fjölskyldur fyrst og fremst. Af því við erum líka fyrst og fremst að aðstoða fjölskyldur. Þetta er hópur náttúrulega sem kemur með oft litla menntun, litla getu bæði í íslensku og ensku og er á einmitt annað hvort lágmarkslaunum og eða lágmarksframfærslu og er að borga mjög háa leigu á almennum markaði. Þá bara ná endar ekki saman,“ segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Í fyrra fengu um þrjú þúsund og fjögur hundruð manns aðstoð fyrir jólin. Þeir sem sækja um þurfa að skila inn göngum sem sýna tekjur og útgjöld frá síðustu mánaðarmótum. Margir sjálfboðaliðar taka þátt í undirbúa jólaastoðina og þá eru margir tilbúnir að gefa bæði peninga og hluti sem nýtast. „Við náttúrulega erum á fullu núna bara að taka á móti og gefa eins og jólafatnað fyrir börn og fullorðna og þannig að við þiggjum það alltaf og eins jólagjafir. Það kemur sér vel og auðvitað alltaf útifatnaður á börn. Það er eitthvað sem þarf alltaf,“ Sædís. Hjálparstarf Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Röð var út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð. Erlendum ríkisborgurum, sem eru nýlega komnir til landsins, hefur fjölgað ört í hópi þeirra sem sækja um. Líkt og fyrri ár aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalitlar fjölskyldur við að halda jólin hátíðleg. Fólk fær meðal annars inneignarkort fyrir matvörum, jólaföt og jólagjafir. Byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð í gær og er hægt að sækja um út morgundaginn.Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.Þegar hefur fjöldi umsókna borist. Í gær og í dag mættu margir til að sækja um og um tíma náði röðin út á götu. „Það er sem sagt fjölgun í þessum innflytjendahópi, í hópi flóttafólks, og það eru fjölskyldur fyrst og fremst. Af því við erum líka fyrst og fremst að aðstoða fjölskyldur. Þetta er hópur náttúrulega sem kemur með oft litla menntun, litla getu bæði í íslensku og ensku og er á einmitt annað hvort lágmarkslaunum og eða lágmarksframfærslu og er að borga mjög háa leigu á almennum markaði. Þá bara ná endar ekki saman,“ segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Í fyrra fengu um þrjú þúsund og fjögur hundruð manns aðstoð fyrir jólin. Þeir sem sækja um þurfa að skila inn göngum sem sýna tekjur og útgjöld frá síðustu mánaðarmótum. Margir sjálfboðaliðar taka þátt í undirbúa jólaastoðina og þá eru margir tilbúnir að gefa bæði peninga og hluti sem nýtast. „Við náttúrulega erum á fullu núna bara að taka á móti og gefa eins og jólafatnað fyrir börn og fullorðna og þannig að við þiggjum það alltaf og eins jólagjafir. Það kemur sér vel og auðvitað alltaf útifatnaður á börn. Það er eitthvað sem þarf alltaf,“ Sædís.
Hjálparstarf Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira