Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 3. desember 2019 20:28 Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30