Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:26 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent