Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 14:00 Páll Óskar Hjálmtýsson segir að honum líði eins og hann sé að lifa lífinu upp á nýtt. Vísir/Vilhelm Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan. Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan.
Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira