Bein útsending: Áslaug Arna bregst við starfslokum Haraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira