Stuðningur við sameiningu fjölskyldna í Gíneu Heimsljós kynnir 3. desember 2019 11:00 SOS SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis samtakanna í Kankan, stærstu borgar Vestur-Afríkuríkisins Gíneu. Styrknum er ætlað að sameina fjölskyldur á nýjan leik en mörg börn í fátækum ríkjum eins og Gíneu alast upp utan fjölskyldunnar vegna örbirgðar. „Það er mjög algengt í lágtekjuríkjum eins og Gíneu að foreldrar geti ekki séð börnum sínum farborða,“ segir Hans Steinar Bjarnason hjá SOS Barnaþorpunum. „SOS Barnaþorpin fá til sín árlega mörg börn í þeirri stöðu, að eiga líffræðilega foreldra á lífi, sem sjá enga leið til að annast uppeldi þeirra eða mæta grunnþörfum þeirra. Í slíkum tilvikum koma SOS Barnaþorpin til bjargar.“ Hans Steinar segir að styrkurinn sé veittur í þeim tilgangi að gefa ungmennum í Kankan sem hafa alist upp hjá SOS tækifæri til að sameinast fjölskyldum sínum á ný. „Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að sameina ungmennin foreldrum sínum eða skyldmönnum og hins vegar að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð,“ segir hann. Styrkurinn, að upphæð 1,2 milljónir króna, verður meðal annars nýttur í námskeiðahald fyrir foreldra hjá SOS í uppeldisfræðum og til náms- og starfsþjálfunar fyrir ungmennin. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Gínea Þróunarsamvinna Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis samtakanna í Kankan, stærstu borgar Vestur-Afríkuríkisins Gíneu. Styrknum er ætlað að sameina fjölskyldur á nýjan leik en mörg börn í fátækum ríkjum eins og Gíneu alast upp utan fjölskyldunnar vegna örbirgðar. „Það er mjög algengt í lágtekjuríkjum eins og Gíneu að foreldrar geti ekki séð börnum sínum farborða,“ segir Hans Steinar Bjarnason hjá SOS Barnaþorpunum. „SOS Barnaþorpin fá til sín árlega mörg börn í þeirri stöðu, að eiga líffræðilega foreldra á lífi, sem sjá enga leið til að annast uppeldi þeirra eða mæta grunnþörfum þeirra. Í slíkum tilvikum koma SOS Barnaþorpin til bjargar.“ Hans Steinar segir að styrkurinn sé veittur í þeim tilgangi að gefa ungmennum í Kankan sem hafa alist upp hjá SOS tækifæri til að sameinast fjölskyldum sínum á ný. „Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að sameina ungmennin foreldrum sínum eða skyldmönnum og hins vegar að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð,“ segir hann. Styrkurinn, að upphæð 1,2 milljónir króna, verður meðal annars nýttur í námskeiðahald fyrir foreldra hjá SOS í uppeldisfræðum og til náms- og starfsþjálfunar fyrir ungmennin. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Gínea Þróunarsamvinna Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent