Alma verið spilafíkill frá barnsaldri: Eftir tólf góð ár spilaði hún öllu frá sér aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2019 11:30 Alma spilaði ekki í tólf ár en var síðan aðeins 18 mánuði að spila frá sér 30 milljónir. Alma Björk Hafsteinsdóttir er fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með sérhæfingu í spilafíkn. Hún hefur á undanförnum mánuðum gagnrýnt harðlega það fyrirkomulag að góðgerðarfélög á borð við Landsbjörgu, Rauða Kross Íslands og SÁÁ, auk Háskóla Íslands, séu að hluta fjármögnuð með rekstri spilakassa sem hún segir að hafi kostað fjölmarga spilafíkla aleiguna, fjölskyldur sínar og jafnvel lífið. Alma Björk hefur helgað líf sitt baráttunni gegn spilafíkn, hún tjáir sig reglulega um málið á opinberum vettvangi, veitir ráðgjöf og heldur úti síðunni spilavandi.is. Hún þekkir spilafíknina af eigin raun, en sjálf byrjaði hún að spila barnung og stór hluti ævi hennar var litaður af þessum sorglega sjúkdómi. Hún segist halda að hún hafi verið um fimm ára gömul þegar hún byrjaði fyrst að spila þegar hún fór reglulega með afa sínum í ísbúð í Síðumúlanum í Reykjavík. „Þá vorum við ekki að tala um spilakassa af því kalíberi sem við sjáum í dag en það gerði enginn athugasemd við þetta. Sá sem átti ísbúðina þá var ekkert að stoppa þetta og spyrja hvað þú værir að gera hérna með lítið barn. Ég efast um að hann hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta væri skaðlegt,“ segir Alma í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Alma heldur að strax þá hafi kviknað í henni einhverskonar fíkniástand þegar kom að spilakössunum. „Spilakassinn gerði eitthvað fyrir mig sem ég get ekki útskýrt. Ég hef mikið reynt að spá í það hvað það var en þarna byrjar bara ballið strax. Ég á ekkert séns eftir þetta. Ég man að foreldrar mínir fóru með mig í allskonar fjölskylduráðgjöf og kennarinn minn var með allskonar aðfinnslur, það fór ekkert á milli mála að það var eitthvað að. Það gerði sér enginn grein fyrir og skoðaði það nánar að ég væri í spilakössum öllum stundum.“Og þegar Alma var orðin unglingur fór ástandið bara versnandi. „Ég átti aldrei pening eins og vinkonur mínar og gat aldrei lagt fyrir. Fermingapeningarnir mínir, útborguð laun og allir peningar sem komu inn fóru í spilakassa.“ Alma bendir á að á þessum tíma hafi samfélagið verið á allt öðrum stað og lítið sem ekkert hafi verið talað um spilafíkn. Hún hafi í raun ekki haft hugmynd um hvað var raunverulega að hrjá hana. „Ég hafði til dæmis aldrei heyrt þetta orð. Spilafíkill. Það er ekki fyrir en ég er sautján ára gömul þegar ég er að spila í spilakassa á Suðurlandsbrautinni og þá kemur maður og spyr mig hvort ég sé spilafíkill. Ég man að ég rak upp stór augu og bara ha? Þá fer hann að útskýra fyrir mér hvað sé að vera spilafíkill. Hann fer að spyrja mig út í það hvernig ég sé að spila og honum fannst eftirtektarvert hvernig ég hélt á peningunum. Það hafi verið alveg eins og hann gerði. Hann fer að tala um einhverja GA fundi og hvort ég vilji koma á slíka fundi. Ég man þegar ég fór á þennan fund að ég hugsaði strax, það er til nafn yfir þetta. Það er ekkert annað að mér.“ Og upp úr þessu fór Alma í sína fyrstu meðferð við spilafíkn. Hún fór bæði inn á Vog og Vífilstaði enda farin að gera sér grein fyrir að ástandið væri orðið mjög alvarlegt. „Ég var ófrísk á þessum tíma og langaði svo ofboðslega að hætta þessu. Mig langaði svo að stofna fjölskyldu, vera góð mamma og geta búið mér og syni mínum til heimili. Borga rafmagnið, geta keypt í matinn og það var sú þrá sem hélt mér gangandi. Út á við fyrir mína nánustu leit þetta út eins og mér væri alveg sama. Ég lofaði alltaf öllu fögru og vissulega þráði að hætta. Ég fer í meðferðir, kem út og er ekki með neitt. Er ekki með nein verkfæri og fer alltaf að spila aftur.“Kom viss léttir þegar peningurinn var búinn Alma segir að næstu ár hafi einkennst af mikilli óreiðu þar sem hún hafi í raun aldrei hætt að spila nema þegar hún hafi einfaldlega ekki átt peninga til þess. Þessi tími var Ölmu og fjölskyldu hennar gríðarlega erfiður.Alma eyddi unglingsárunum við spilakassann.„Ég upplifði mjög oft að loksins þegar peningurinn var búinn þá gat ég farið heim og talað við börnin mín. Þá gat ég farið heim og eldað matinn og tekið á móti þeim þegar þau komu heim úr skólanum og þá kom svona viss léttir,“ segir Alma sem gat ekki hugsað sér að fara frá spilakassanum þegar hún var með pening. Þarna voru börnin hennar til dæmis að hringja í hana og hún svaraði ekki. „Það var aldrei til peningur fyrir neinu og ég var algjörlega fjarverandi. Ég var fjárhagslega, tilfinningalega, líkamlega, andlega, félagslega og í raun alveg sama hvað þú talar um. Þú ert ekki þarna. Þú ert bara skugginn af sjálfum þér. Ég fæ svo að upplifa það sterkt þegar ég hætti að spila árið 2000 hvað það sé að eiga líf án þessa sjúkdóms, þessarar fíknar.“ Og þá tóku loks við nokkur góð ár þar sem Alma taldi sig vera orðin hólpna gagnvart fíkninni sem hafði heltekið hana frá barnæsku. Hún eignaðist fleiri börn, var virkur þátttakandi í lífi þeirra, menntaði sig í viðskiptafræði, var í góðu starfi, átti sína eigin íbúð og allt lék í lyndi þangað til martröðin skall á enn á ný tæpum tólf árum síðar. „Ég man eftir þessu. Þetta er á sunnudegi og ég ligg heima og fæ allt í einu þessa hugmynd að mig langar að fara spila. Tuttugu mínútum seinna sit ég fyrir framan spilakassa í Hafnarfirði og er byrjuð að spila.“Spilaði allt frá sér á einu og hálfu ári Fljótlega fór að fjara undan öllu því sem Alma hafði eytt áratugnum á undan í að byggja upp. Næstu átján mánuðum á eftir spilaði hún fyrir hátt í 30 milljónir króna og árið 2016 var hún endanlega búin að missa frá sér húsnæðið sitt og aðrar eignir, allt fór þetta í spilakassana. „Burt séð frá öllum peningum þá verða spilafíklar af svo miklum lífsgæðum. Allir hlutirnir og öll upplifunin sem við hefðum geta átt með fjölskyldum okkur, við verðum af því líka. Að fjárfesta í börnunum okkar hvort sem það er í tíma, tómstundum eða menntun.“ Líkt og áður segir hefur Alma Björk nú helgað líf sitt baráttunni gegn spilafíkn en sjálf hefur hún ekki spilað núna í rúm fjögur ár. Það sem hafi hjálpað henni var meðal annars að leita sér meðferðar í Kaupmannahöfn og grafa sjálf upp endalaust magn af upplýsingum á netinu í samráði við sálfræðing sinn. En Alma segir að þau meðferðarúrræði sem séu til staðar hér á landi séu því miður engan vegin fullnægjandi. „Spilafíkn er ofsalega alvarlegur sjúkdómur. Þetta er ekki einhvern hegðunarvandi og ekki eitthvað hliðarfyrirbæri af einhverju öðru. Það myndi aldrei hvarfla að okkur að bjóða sprautufíklum upp á helgarnámskeið í þrjá daga frá föstudegi fram að sunnudegi.Mikil þversögn Og er hún þá að vísa í þá meðferð sem í boði er hjá SÁÁ . En Alma segir Spilafíkla sjaldnast fá rétta greiningu á vanda sínum, meðferðarúrræði séu alltof fá og að þekkingu á spilafíkn skorti almennt í heilbrigðiskerfinu. Og fund einu sinni í viku og segja síðan bara svo, ert þú ekki í góðum gír? Það er nákvæmlega það sem er verið að gera við spilafíkla í dag.“ En Alma segir mikla þversögn fólgna í því að þessir aðilar skuli fjármagna sig að hluta með rekstri spilakassa og hefur hún gagnrýnt það fyrirkomulag harðlega. Þar á hún meðal annars við meðferðarstarf SÁÁ og skaðaminnkunarstarf og hjálparsíma Rauða krossins. „Þessi góðgerðasamtök og æðsta menntastofnun okkar Íslendinga. Ég hefði viljað sjá þau fara í farabroddi í fræðslu og í umræðu opinberlega um skaðsemina af þessari starfsemi. Ég hef haldið því fram að þeir sem stunda spilakassa eru spilafíklar. Ef fólk veltir því fyrir sér. Hvenær fórst þú síðast kannski með fimm þúsund krónur í spilakassa? Af því að þér langaði að styrkja gott málefni?“ Alma hefur nú ásamt hópi einstaklinga sem öll hafa persónulega reynslu af sjúkdómnum fjárhættuspilafíkn stofnað Samtök áhugafólks um fjárhættuspilavandann, SÁF. SÁF er félagsskapur sem hefur þann tilgang að efla forvarnir gegn fjárhættuspilavanda, stuðla að fræðslu og opinni umræðu um sjúkdóminn og byggja upp meðferðarúrræði fyrir sjúklinga. Heimasíða samtakanna er vandinn.is Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Fjárhættuspil Ísland í dag Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Alma Björk Hafsteinsdóttir er fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með sérhæfingu í spilafíkn. Hún hefur á undanförnum mánuðum gagnrýnt harðlega það fyrirkomulag að góðgerðarfélög á borð við Landsbjörgu, Rauða Kross Íslands og SÁÁ, auk Háskóla Íslands, séu að hluta fjármögnuð með rekstri spilakassa sem hún segir að hafi kostað fjölmarga spilafíkla aleiguna, fjölskyldur sínar og jafnvel lífið. Alma Björk hefur helgað líf sitt baráttunni gegn spilafíkn, hún tjáir sig reglulega um málið á opinberum vettvangi, veitir ráðgjöf og heldur úti síðunni spilavandi.is. Hún þekkir spilafíknina af eigin raun, en sjálf byrjaði hún að spila barnung og stór hluti ævi hennar var litaður af þessum sorglega sjúkdómi. Hún segist halda að hún hafi verið um fimm ára gömul þegar hún byrjaði fyrst að spila þegar hún fór reglulega með afa sínum í ísbúð í Síðumúlanum í Reykjavík. „Þá vorum við ekki að tala um spilakassa af því kalíberi sem við sjáum í dag en það gerði enginn athugasemd við þetta. Sá sem átti ísbúðina þá var ekkert að stoppa þetta og spyrja hvað þú værir að gera hérna með lítið barn. Ég efast um að hann hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta væri skaðlegt,“ segir Alma í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Alma heldur að strax þá hafi kviknað í henni einhverskonar fíkniástand þegar kom að spilakössunum. „Spilakassinn gerði eitthvað fyrir mig sem ég get ekki útskýrt. Ég hef mikið reynt að spá í það hvað það var en þarna byrjar bara ballið strax. Ég á ekkert séns eftir þetta. Ég man að foreldrar mínir fóru með mig í allskonar fjölskylduráðgjöf og kennarinn minn var með allskonar aðfinnslur, það fór ekkert á milli mála að það var eitthvað að. Það gerði sér enginn grein fyrir og skoðaði það nánar að ég væri í spilakössum öllum stundum.“Og þegar Alma var orðin unglingur fór ástandið bara versnandi. „Ég átti aldrei pening eins og vinkonur mínar og gat aldrei lagt fyrir. Fermingapeningarnir mínir, útborguð laun og allir peningar sem komu inn fóru í spilakassa.“ Alma bendir á að á þessum tíma hafi samfélagið verið á allt öðrum stað og lítið sem ekkert hafi verið talað um spilafíkn. Hún hafi í raun ekki haft hugmynd um hvað var raunverulega að hrjá hana. „Ég hafði til dæmis aldrei heyrt þetta orð. Spilafíkill. Það er ekki fyrir en ég er sautján ára gömul þegar ég er að spila í spilakassa á Suðurlandsbrautinni og þá kemur maður og spyr mig hvort ég sé spilafíkill. Ég man að ég rak upp stór augu og bara ha? Þá fer hann að útskýra fyrir mér hvað sé að vera spilafíkill. Hann fer að spyrja mig út í það hvernig ég sé að spila og honum fannst eftirtektarvert hvernig ég hélt á peningunum. Það hafi verið alveg eins og hann gerði. Hann fer að tala um einhverja GA fundi og hvort ég vilji koma á slíka fundi. Ég man þegar ég fór á þennan fund að ég hugsaði strax, það er til nafn yfir þetta. Það er ekkert annað að mér.“ Og upp úr þessu fór Alma í sína fyrstu meðferð við spilafíkn. Hún fór bæði inn á Vog og Vífilstaði enda farin að gera sér grein fyrir að ástandið væri orðið mjög alvarlegt. „Ég var ófrísk á þessum tíma og langaði svo ofboðslega að hætta þessu. Mig langaði svo að stofna fjölskyldu, vera góð mamma og geta búið mér og syni mínum til heimili. Borga rafmagnið, geta keypt í matinn og það var sú þrá sem hélt mér gangandi. Út á við fyrir mína nánustu leit þetta út eins og mér væri alveg sama. Ég lofaði alltaf öllu fögru og vissulega þráði að hætta. Ég fer í meðferðir, kem út og er ekki með neitt. Er ekki með nein verkfæri og fer alltaf að spila aftur.“Kom viss léttir þegar peningurinn var búinn Alma segir að næstu ár hafi einkennst af mikilli óreiðu þar sem hún hafi í raun aldrei hætt að spila nema þegar hún hafi einfaldlega ekki átt peninga til þess. Þessi tími var Ölmu og fjölskyldu hennar gríðarlega erfiður.Alma eyddi unglingsárunum við spilakassann.„Ég upplifði mjög oft að loksins þegar peningurinn var búinn þá gat ég farið heim og talað við börnin mín. Þá gat ég farið heim og eldað matinn og tekið á móti þeim þegar þau komu heim úr skólanum og þá kom svona viss léttir,“ segir Alma sem gat ekki hugsað sér að fara frá spilakassanum þegar hún var með pening. Þarna voru börnin hennar til dæmis að hringja í hana og hún svaraði ekki. „Það var aldrei til peningur fyrir neinu og ég var algjörlega fjarverandi. Ég var fjárhagslega, tilfinningalega, líkamlega, andlega, félagslega og í raun alveg sama hvað þú talar um. Þú ert ekki þarna. Þú ert bara skugginn af sjálfum þér. Ég fæ svo að upplifa það sterkt þegar ég hætti að spila árið 2000 hvað það sé að eiga líf án þessa sjúkdóms, þessarar fíknar.“ Og þá tóku loks við nokkur góð ár þar sem Alma taldi sig vera orðin hólpna gagnvart fíkninni sem hafði heltekið hana frá barnæsku. Hún eignaðist fleiri börn, var virkur þátttakandi í lífi þeirra, menntaði sig í viðskiptafræði, var í góðu starfi, átti sína eigin íbúð og allt lék í lyndi þangað til martröðin skall á enn á ný tæpum tólf árum síðar. „Ég man eftir þessu. Þetta er á sunnudegi og ég ligg heima og fæ allt í einu þessa hugmynd að mig langar að fara spila. Tuttugu mínútum seinna sit ég fyrir framan spilakassa í Hafnarfirði og er byrjuð að spila.“Spilaði allt frá sér á einu og hálfu ári Fljótlega fór að fjara undan öllu því sem Alma hafði eytt áratugnum á undan í að byggja upp. Næstu átján mánuðum á eftir spilaði hún fyrir hátt í 30 milljónir króna og árið 2016 var hún endanlega búin að missa frá sér húsnæðið sitt og aðrar eignir, allt fór þetta í spilakassana. „Burt séð frá öllum peningum þá verða spilafíklar af svo miklum lífsgæðum. Allir hlutirnir og öll upplifunin sem við hefðum geta átt með fjölskyldum okkur, við verðum af því líka. Að fjárfesta í börnunum okkar hvort sem það er í tíma, tómstundum eða menntun.“ Líkt og áður segir hefur Alma Björk nú helgað líf sitt baráttunni gegn spilafíkn en sjálf hefur hún ekki spilað núna í rúm fjögur ár. Það sem hafi hjálpað henni var meðal annars að leita sér meðferðar í Kaupmannahöfn og grafa sjálf upp endalaust magn af upplýsingum á netinu í samráði við sálfræðing sinn. En Alma segir að þau meðferðarúrræði sem séu til staðar hér á landi séu því miður engan vegin fullnægjandi. „Spilafíkn er ofsalega alvarlegur sjúkdómur. Þetta er ekki einhvern hegðunarvandi og ekki eitthvað hliðarfyrirbæri af einhverju öðru. Það myndi aldrei hvarfla að okkur að bjóða sprautufíklum upp á helgarnámskeið í þrjá daga frá föstudegi fram að sunnudegi.Mikil þversögn Og er hún þá að vísa í þá meðferð sem í boði er hjá SÁÁ . En Alma segir Spilafíkla sjaldnast fá rétta greiningu á vanda sínum, meðferðarúrræði séu alltof fá og að þekkingu á spilafíkn skorti almennt í heilbrigðiskerfinu. Og fund einu sinni í viku og segja síðan bara svo, ert þú ekki í góðum gír? Það er nákvæmlega það sem er verið að gera við spilafíkla í dag.“ En Alma segir mikla þversögn fólgna í því að þessir aðilar skuli fjármagna sig að hluta með rekstri spilakassa og hefur hún gagnrýnt það fyrirkomulag harðlega. Þar á hún meðal annars við meðferðarstarf SÁÁ og skaðaminnkunarstarf og hjálparsíma Rauða krossins. „Þessi góðgerðasamtök og æðsta menntastofnun okkar Íslendinga. Ég hefði viljað sjá þau fara í farabroddi í fræðslu og í umræðu opinberlega um skaðsemina af þessari starfsemi. Ég hef haldið því fram að þeir sem stunda spilakassa eru spilafíklar. Ef fólk veltir því fyrir sér. Hvenær fórst þú síðast kannski með fimm þúsund krónur í spilakassa? Af því að þér langaði að styrkja gott málefni?“ Alma hefur nú ásamt hópi einstaklinga sem öll hafa persónulega reynslu af sjúkdómnum fjárhættuspilafíkn stofnað Samtök áhugafólks um fjárhættuspilavandann, SÁF. SÁF er félagsskapur sem hefur þann tilgang að efla forvarnir gegn fjárhættuspilavanda, stuðla að fræðslu og opinni umræðu um sjúkdóminn og byggja upp meðferðarúrræði fyrir sjúklinga. Heimasíða samtakanna er vandinn.is Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Fjárhættuspil Ísland í dag Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira