Federer er fyrsti Svisslendingurinn sem heiðraður á þennan hátt meðan hann er á lífi.
Thank you Switzerlandand Swissmint for this incredible honour and privilege. #DankeSchweiz#MerciLaSuisse#GrazieSvizzera#GraziaSvizrapic.twitter.com/gNs6qYjOh6
— Roger Federer (@rogerfederer) December 2, 2019
Samkvæmt upplýsingum frá Swissmint verða 55.000 silfurpeningar með mynd af Federer framleiddir. Hægt verður að panta þá frá og með 19. desember.
Á næsta ári fer svo 50 franka gullpeningur með mynd af Federer í umferð.
Federer, sem er 38 ára, hefur unnið 20 risamót á ferlinum, fleiri en nokkur annar.