Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 16:00 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48
RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10