Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 13:45 Sexmenningarnir í Windhoeg í hádeginu. Skjáskot Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir lausir gegn tryggingu. Þeir voru handteknir fyrir helgi og voru leiddir fyrir dómara í hádeginu. Ákvörðun þeirra er sögð koma nokkuð á óvart og gáfu lögmenn þeirra enga skýringu á henni. Mennirnir sex munu því sæta gæsluvarðhaldi til 20. febrúar næstkomandi. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu.Sjá einnig: Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Esau er auk þess ákærður fyrir að hafa misbeitt valdi í sjávarútvegsráðherratíð sinni þegar hann úthlutaði brynstirtlukvóta til félagsins Namgomar Pesca á árunum 2014 til 2019. Shanghala, Gustavo auk James og Tamson Hatuikulipi eiga aukinheldur að hafa aðstoðað Esau við að hagnast persónulega á úthlutuninni. Þeim er jafnframt gefið að sök að hafa svikið undan skatti með því að hafa aðeins gefið upp hluta af tekjum Namgomar Pesca upp til skatts. Þeir allir, þar með talinn Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo, eru auk þess ákærðir fyrir peningaþvætti. Hér að neðan má sjá myndskeið The Namibian af því þegar þeir voru leiddir fyrir dómarar í Windhoek í dag.TO COURT ... The 'Fishrot 6', accused of having pocketed at least N$103 million in payments from Icelandic companies in return for fishing quotas in Namibia, are escorted to court under police guard in Windhoek today. Video: Werner Menges pic.twitter.com/bRZpwXbdIb— The Namibian (@TheNamibian) December 2, 2019 Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. 2. desember 2019 09:18 Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir lausir gegn tryggingu. Þeir voru handteknir fyrir helgi og voru leiddir fyrir dómara í hádeginu. Ákvörðun þeirra er sögð koma nokkuð á óvart og gáfu lögmenn þeirra enga skýringu á henni. Mennirnir sex munu því sæta gæsluvarðhaldi til 20. febrúar næstkomandi. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu.Sjá einnig: Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Esau er auk þess ákærður fyrir að hafa misbeitt valdi í sjávarútvegsráðherratíð sinni þegar hann úthlutaði brynstirtlukvóta til félagsins Namgomar Pesca á árunum 2014 til 2019. Shanghala, Gustavo auk James og Tamson Hatuikulipi eiga aukinheldur að hafa aðstoðað Esau við að hagnast persónulega á úthlutuninni. Þeim er jafnframt gefið að sök að hafa svikið undan skatti með því að hafa aðeins gefið upp hluta af tekjum Namgomar Pesca upp til skatts. Þeir allir, þar með talinn Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo, eru auk þess ákærðir fyrir peningaþvætti. Hér að neðan má sjá myndskeið The Namibian af því þegar þeir voru leiddir fyrir dómarar í Windhoek í dag.TO COURT ... The 'Fishrot 6', accused of having pocketed at least N$103 million in payments from Icelandic companies in return for fishing quotas in Namibia, are escorted to court under police guard in Windhoek today. Video: Werner Menges pic.twitter.com/bRZpwXbdIb— The Namibian (@TheNamibian) December 2, 2019
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. 2. desember 2019 09:18 Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. 2. desember 2019 09:18
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56