„Þar bregður söngvarinn geðþekki, Guðmundur Pálsson, sér í hlutverk hins hógværa gestgjafa, sem afsakar lítilræðið sem er á boðstólnum, þó auðvitað sé alltaf nóg til frammi. Lagið er áminning um að forðast asann og stressið í desember og setjast aðeins niður og slaka á. En um leið að fara nú ekki of geyst í áti, útbelgingi og ítroðningi,“ segir um myndbandið.
Á meðal matargesta eru Karl Sigurðsson, Bragi Valdimar Skúlason, Helgi Svavar Helgason, Karim Birimumaso, Ágúst Bent, Júlíus Róbertsson, Kristbjörn Helgason, Guðmundur Kristinn Jónsson og Jón Valur Guðmundsson. Aðrir gestir eru Bryndís Jakobsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Samúel Jón Samúelsson, Kjartan Hákonarson, Óskar Guðjónsson en Jakob Frímann Magnússon er titlaður heiðursgestur.