Tólf daga þolraun í óbyggðum Ástralíu á enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 10:04 Tamra McBeath-Riley og hundur hennar, sem var með í för. Mynd/Lögreglan á Norðursvæði Ástralíu. Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram. Ástralía Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram.
Ástralía Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira