Mislingar í Kongó: 5 þúsund látin þar af 4.500 börn Heimsljós kynnir 2. desember 2019 10:00 Unicef Það sem af er ári hafa rúmlega fimm þúsund manns, þar af 4.500 börn yngri en fimm ára, látið lífið af völdum mislinga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í austurhluta landsins hefur á árinu geisað ebólufaraldur sem hefur leitt til rúmlega tvö þúsund dauðsfalla og fengið mikla alþjóðlega athygli. Mislingar valda hins vegar tvöfalt meira manntjóni en hafa fengið sáralitla athygli. „Átök og öryggisleysi, skortur á aðgengi að heilsugæslu og skortur á bóluefni á verst settu svæðunum gera það að verkum að börn fara á mis við bólusetningar með banvænum afleiðingum,“ segir Edouard Beigbeder, fulltrúi UNICEF í Kongó. Þá séu ýmsar menningar- og trúarlegar hindranir í vegi þegar kemur að bólusetningum og meðhöndlun smitaðra sem þurfi að takast á við. Beigbeder segir að þrátt fyrir þessar áskoranir þá sé lausnin til staðar, í formi bólusetningar, lykillinn sé bara að komast að hverju barni burtséð frá staðsetningu. „UNICEF og samstarfsfélagar eru að bólusetja gegn mislingum á þessum verst settu svæðum auk þess að sjá heilsugæslustöðvum fyrir hjálpargögnum til meðhöndlunar á sjúkum. Það sem af er höfum við getað dreift 1.317 svokölluðum mislingapökkum sem innihalda meðal annars sýklalyf, vítamín og önnur lyf á þessum svæðum,“ segir Beigbeder en bendir á að þessar aðgerðir séu aðeins skammtímalausn sem stendur. „Fjárfestingar er þörf í bólusetningarátaki Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og heilbrigðiskerfinu almennt til að tryggja heilsu og velferð barna landsins.“Nánar í frétt á vef UNICEF á ÍslandiÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Austur-Kongó Þróunarsamvinna Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Það sem af er ári hafa rúmlega fimm þúsund manns, þar af 4.500 börn yngri en fimm ára, látið lífið af völdum mislinga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í austurhluta landsins hefur á árinu geisað ebólufaraldur sem hefur leitt til rúmlega tvö þúsund dauðsfalla og fengið mikla alþjóðlega athygli. Mislingar valda hins vegar tvöfalt meira manntjóni en hafa fengið sáralitla athygli. „Átök og öryggisleysi, skortur á aðgengi að heilsugæslu og skortur á bóluefni á verst settu svæðunum gera það að verkum að börn fara á mis við bólusetningar með banvænum afleiðingum,“ segir Edouard Beigbeder, fulltrúi UNICEF í Kongó. Þá séu ýmsar menningar- og trúarlegar hindranir í vegi þegar kemur að bólusetningum og meðhöndlun smitaðra sem þurfi að takast á við. Beigbeder segir að þrátt fyrir þessar áskoranir þá sé lausnin til staðar, í formi bólusetningar, lykillinn sé bara að komast að hverju barni burtséð frá staðsetningu. „UNICEF og samstarfsfélagar eru að bólusetja gegn mislingum á þessum verst settu svæðum auk þess að sjá heilsugæslustöðvum fyrir hjálpargögnum til meðhöndlunar á sjúkum. Það sem af er höfum við getað dreift 1.317 svokölluðum mislingapökkum sem innihalda meðal annars sýklalyf, vítamín og önnur lyf á þessum svæðum,“ segir Beigbeder en bendir á að þessar aðgerðir séu aðeins skammtímalausn sem stendur. „Fjárfestingar er þörf í bólusetningarátaki Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og heilbrigðiskerfinu almennt til að tryggja heilsu og velferð barna landsins.“Nánar í frétt á vef UNICEF á ÍslandiÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Austur-Kongó Þróunarsamvinna Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent