Þýskir bílaframleiðendur standa í uppsögnum til að fjármagna rafbílarannsóknir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. desember 2019 14:00 Daimler hugar að uppsögnum til að nota fjármagn í rafbíla og þróun þeirra. Vísir/Getty Daimler móðurfélag Mercedes-Benz hefur gefið út að 10.000 störf að lágmarki verði skorin niður til að mæta aukinni fjárfestingaþörf vegna þróunar rafbíla. Audi ætlar að fækka starfsfólki um 9.500 af þeim 61.000 sem starfa hjá framleiðandanum í Þýskalandi. Mannauðsstjóri hjá Daimler, Wilfried Porth sagði í samtali við blaðamann BBC að störf sem myndu tapast „yrðu í fimm stafa tölum“. Daimler kallar orkuskiptin „stærstu breytingu á bifreiða geiranum frá upphafi“.„Þróunin í átt að kolefnislausri framtíð krefst aukinna fjárfestinga, sem er ástæða þess að Daimler tilkynni um miðjan nóvember að það stæði til að ráðast í breytingar til að auka samkeppnishæfni, framþróun og fjárhagslegan styrk,“ samkvæmt Daimler. Á heimsvísu starfa um 300.000 manns hjá Daimler í 17 löndum. Þýskir bílaframleiðendur hafa verið lengi að tileinka sér nýjungar eins og sjálfkeyrandi bíla og rafbíla.Audi E-tron og Angela MerkelVísir/GettyAudi bendir þó á að aukin áhersla á rafbíla og rannsóknir þeim tengdum muni búa til um 2.000 ný störf. Í yfirlýsingu segir Audi að „fyrirtækið verði að vera í stakk búið til að takast á við framtíðina sem geti þýtt að einhverjar starfslýsingar verði ekki lengur þarfar. Nýjar muni þó koma í staðinn.“ Bílar Þýskaland Tengdar fréttir Hrekkjavökugrín kom í bakið á BMW BMW gerði grín á kostnað Mercedes Benz í tilefni hrekkjavökunnar í gær. Mercedes Benz svaraði fyrir sig og sló öll vopn úr höndum BMW. 1. nóvember 2019 14:00 Daimler sektað um 140 milljarða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. 15. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Daimler móðurfélag Mercedes-Benz hefur gefið út að 10.000 störf að lágmarki verði skorin niður til að mæta aukinni fjárfestingaþörf vegna þróunar rafbíla. Audi ætlar að fækka starfsfólki um 9.500 af þeim 61.000 sem starfa hjá framleiðandanum í Þýskalandi. Mannauðsstjóri hjá Daimler, Wilfried Porth sagði í samtali við blaðamann BBC að störf sem myndu tapast „yrðu í fimm stafa tölum“. Daimler kallar orkuskiptin „stærstu breytingu á bifreiða geiranum frá upphafi“.„Þróunin í átt að kolefnislausri framtíð krefst aukinna fjárfestinga, sem er ástæða þess að Daimler tilkynni um miðjan nóvember að það stæði til að ráðast í breytingar til að auka samkeppnishæfni, framþróun og fjárhagslegan styrk,“ samkvæmt Daimler. Á heimsvísu starfa um 300.000 manns hjá Daimler í 17 löndum. Þýskir bílaframleiðendur hafa verið lengi að tileinka sér nýjungar eins og sjálfkeyrandi bíla og rafbíla.Audi E-tron og Angela MerkelVísir/GettyAudi bendir þó á að aukin áhersla á rafbíla og rannsóknir þeim tengdum muni búa til um 2.000 ný störf. Í yfirlýsingu segir Audi að „fyrirtækið verði að vera í stakk búið til að takast á við framtíðina sem geti þýtt að einhverjar starfslýsingar verði ekki lengur þarfar. Nýjar muni þó koma í staðinn.“
Bílar Þýskaland Tengdar fréttir Hrekkjavökugrín kom í bakið á BMW BMW gerði grín á kostnað Mercedes Benz í tilefni hrekkjavökunnar í gær. Mercedes Benz svaraði fyrir sig og sló öll vopn úr höndum BMW. 1. nóvember 2019 14:00 Daimler sektað um 140 milljarða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. 15. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hrekkjavökugrín kom í bakið á BMW BMW gerði grín á kostnað Mercedes Benz í tilefni hrekkjavökunnar í gær. Mercedes Benz svaraði fyrir sig og sló öll vopn úr höndum BMW. 1. nóvember 2019 14:00
Daimler sektað um 140 milljarða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. 15. ágúst 2019 08:00