„Það fer reyndar mjög vel saman. Ég skrifa mikið á sumrin þegar handboltinn er í rólegheitum,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.
„Reyndar er mjög mikil törn núna fyrir jólin, bæði í bókinni og í handboltanum. En ég er vanur því, þegar maður var í háskólanum í denn var alltaf prófatörn á sama tíma og úrslitakeppnin svo þá þurfi maður bara að keyra í gegnum það.“
Bók Bjarna er um Orra óstöðvandi og er önnur bókin um hann. Bjarni segist ekki vera hættur að skrifa um Orra alveg strax.
„Ég er með tvær, þrjár í kollinum og ég held ég klári þær allavega.“
Allt viðtalið má sjá í spilaranum í fréttinni.