Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.
Vísir ætlar að telja niður til jóla með fallegu jólalagi úr safni sínu á hverjum degi.
Erna Hrönn ríður á vaðið í dag með laginu Jól eftir Jórunni Viðar. Lagið má heyra hér að neðan.
Erna Hrönn flutti lagið með píanóleikaranum Pálma Sigurhjartarsyni á jólatónleikum Bylgjunnar í Betri stofunni á jóladag árið 2013.