Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 16:30 Mohamed Salah var valinn maður leiksins en hér fagnar hann öðru markinu með liðsfélögum sínum í Liverpool. Getty/Marcio Machado Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira