Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri með íslenska fánann. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið „Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki meðal keppenda í Dúbaí að þessu sinni en á mikið í þessari æfingaröð sem varð til í kringum CrossFit Reykjavík fyrr á þessu ári. Á því móti, því fyrsta á Íslandi sem gaf farseðil á heimsleikana, var sérstök aukakeppni á milli Anníe Mistar og Katrínar Tönju Davíðsdóttir. Anníe Mist hafði þar betur en hér fyrir neðan má sjá æfinguna sem heitir „Dóttir“ og keppt var í um helgina. View this post on Instagram Individual Event 9 “Dottir Workout” Women start at 4:25. Men start at 4:59. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar @emiratessportsmed A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 14, 2019 at 4:09am PST Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir kepptu báðar í „Dóttir“ í Dúbaí sem og Björgvin Karl Guðmundsson. Sara varð í öðru sæti og Eik í tíunda sæti. Það var Ástralinn Jamie Greene sem vann þessa íslensku CrossFit grein. Björgvin Karl náði sér ekki alveg á strik og endaði í sjöunda sæti í karlakeppninni í þessari mjög svo krefjandi grein. Anníe Mist nýtti tækifærið þegar ljóst varð að „Dóttirin“ hennar var komin í útrás til Dúbaí og deildi gæsahúðamyndbandi frá uppákomunni í maí þegar keppt var í „Dóttir“ í fyrsta sinn. View this post on Instagram I’m so proud that @dxbfitnesschamp decided to repeat the DOTTIR workout introduced @reykjavikcrossfitchampionship earlier this year. I wish I had been out there on the floor doing the workout with all the amazing athletes in Dubai, but since I couldn’t be there, here is a throwback to two DOTTIRS, me and @katrintanja going head to head. Full video on my YouTube page! Link in bio 12-9-6 Bar MU 21 DL - 15 Hang Clean - 9 STOH Bar at 100/70kg - 220/155lbs Proud to be a Dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Dec 15, 2019 at 2:36pm PST Anníe Mist segir á Instagram síðu sinni að hún hafi verið mjög stolt af því „Dóttir“ var valin sem æfing á mótinu í Dúbaí og að hún hefði óskað að hún væri að taka á því með hinum stelpunum. Í myndbandinu sem kom inn á Youtube síðu Anníe Mistar má sjá upphitun fyrir æfinguna í Laugardalshöllinni í maí 2019 og þar má sjá helstu afrekskonur Íslands í gegnum tíðina. Eftir þessa dramatísku og flotta inngang má síðan sjá rosalega keppni á milli Anníe Mistar og Katrínar. Jamie Greene kláraði æfinguna í Dúbaí á fimm mínútum og fjórum sekúndum og Sara kom næst aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Anníe Mist kláraði æfinguna á fjórum mínútum og tuttugu sekúndum í Laugardalshöllinni síðasta vor. Katrín var um sautján sekúndum á eftir henni og kláraði því líka á undir fimm mínútum. Það má sjá þessa gæsahúðamyndband hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið „Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki meðal keppenda í Dúbaí að þessu sinni en á mikið í þessari æfingaröð sem varð til í kringum CrossFit Reykjavík fyrr á þessu ári. Á því móti, því fyrsta á Íslandi sem gaf farseðil á heimsleikana, var sérstök aukakeppni á milli Anníe Mistar og Katrínar Tönju Davíðsdóttir. Anníe Mist hafði þar betur en hér fyrir neðan má sjá æfinguna sem heitir „Dóttir“ og keppt var í um helgina. View this post on Instagram Individual Event 9 “Dottir Workout” Women start at 4:25. Men start at 4:59. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar @emiratessportsmed A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 14, 2019 at 4:09am PST Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir kepptu báðar í „Dóttir“ í Dúbaí sem og Björgvin Karl Guðmundsson. Sara varð í öðru sæti og Eik í tíunda sæti. Það var Ástralinn Jamie Greene sem vann þessa íslensku CrossFit grein. Björgvin Karl náði sér ekki alveg á strik og endaði í sjöunda sæti í karlakeppninni í þessari mjög svo krefjandi grein. Anníe Mist nýtti tækifærið þegar ljóst varð að „Dóttirin“ hennar var komin í útrás til Dúbaí og deildi gæsahúðamyndbandi frá uppákomunni í maí þegar keppt var í „Dóttir“ í fyrsta sinn. View this post on Instagram I’m so proud that @dxbfitnesschamp decided to repeat the DOTTIR workout introduced @reykjavikcrossfitchampionship earlier this year. I wish I had been out there on the floor doing the workout with all the amazing athletes in Dubai, but since I couldn’t be there, here is a throwback to two DOTTIRS, me and @katrintanja going head to head. Full video on my YouTube page! Link in bio 12-9-6 Bar MU 21 DL - 15 Hang Clean - 9 STOH Bar at 100/70kg - 220/155lbs Proud to be a Dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Dec 15, 2019 at 2:36pm PST Anníe Mist segir á Instagram síðu sinni að hún hafi verið mjög stolt af því „Dóttir“ var valin sem æfing á mótinu í Dúbaí og að hún hefði óskað að hún væri að taka á því með hinum stelpunum. Í myndbandinu sem kom inn á Youtube síðu Anníe Mistar má sjá upphitun fyrir æfinguna í Laugardalshöllinni í maí 2019 og þar má sjá helstu afrekskonur Íslands í gegnum tíðina. Eftir þessa dramatísku og flotta inngang má síðan sjá rosalega keppni á milli Anníe Mistar og Katrínar. Jamie Greene kláraði æfinguna í Dúbaí á fimm mínútum og fjórum sekúndum og Sara kom næst aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Anníe Mist kláraði æfinguna á fjórum mínútum og tuttugu sekúndum í Laugardalshöllinni síðasta vor. Katrín var um sautján sekúndum á eftir henni og kláraði því líka á undir fimm mínútum. Það má sjá þessa gæsahúðamyndband hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti