Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk og gaf átta stoðsendingar er Ribe Esbjerg gerði jafntefli, 28-28, við Fredericia á heimavell í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 en Ribe-Esbjerg jafnaði svo metin er tæp ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rúnar lagði upp það mark.
Rúnar kom að tólf mörkum eins og áður segir en Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.
Ribe Esbjerg er í 5. sæti deildarinnar með 19 stig en þrjú lið eru með nítján í 4. til 6. sætinu.
Ny uafgjort kamp mellem Ribe-Esbjerg og Fredericia. 28-28. Hjemmeholdet må ærgre sig gevaldigt over de to pointtab mod oprykkeren - særligt hvis slutspillet skulle glippe igen. Mere på https://t.co/0DA3BcGN7m inden længe #hndbld
— Kim Mikkelsen (@KimMikkelsenJV) December 16, 2019
Kristianstad vann sjöunda leik í röð er liðið vann fjögurra marka sigur á Ystads, 31-27, á heimavelli eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik.
Teitur Örn Einarson skoraði sjö mörk fyrir heimamenn og Ólafur Guðmundsson bætti við fjórum mörkum en Teitur var ekki valinn í æfingahóp landsliðsins sem valinn var í dag.
Island har gott ställt på höger nio. Finns tydligen två som är bättre än Teitur Einarsson. Bara att gratulera
— Glenn Göransson (@bolltroll) December 16, 2019
Kristianstad er í 3. sætinu með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Alingsås, en á leik til góða.