Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2019 22:45 Vilhjálmur Benediktsson, framkvæmdastjóri Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sýnt á Stöð 2 fréttamyndir af fiskeldiskvíum í Patreksfirði. Það sem við vissum ekki þá er að þær eru íslensk smíði, raunar austfirsk, nánar tiltekið frá Rán bátasmiðju á Djúpavogi. Fiskeldiskvíar í Patreksfirði voru smíðaðar á Djúpavogi.Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Benediktsson segir að þrjú íslensk fiskeldisfyrirtæki hafi til þessa keypt af þeim milli sextíu og sjötíu kvíar; Laxar á Reyðarfirði, Arnarlax og það sem áður hét Dýrfiskur, nú Arctic Fish. Rán sérsmíðar einnig báta fyrir fiskeldið og hefur þegar selt fjóra slíka. „Ég byrjaði með þetta sem þjónustubáta fyrir eldi, sterka báta og endingargóða,“ segir Vilhjálmur. Bátur frá Rán í höfninni á Djúpavogi. Hann var smíðaður fyrir Fiskeldi Austfjarða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Og þetta skapar atvinnu fyrir drjúgan fjölda starfsmanna. „Við höfum mest verið tólf. Við erum venjulega svona átta þegar við erum að smíða kvíar. Tíu þegar við erum að smíða bát samtímis með kvíum.“ -Telst það ekki nokkuð stórt fyrirtæki á Djúpavogi? „Já, kannski. Jú, eiginlega.“ Starfsmenn bátasmiðjunnar eru að jafnaði í kringum tíu talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er dæmi um afleidd störf sem orðið hafa til með vexti fiskeldis hérlendis. „Já, það eru þessi störf sem tengjast, - þau eru ótrúlega mörg, sem margir kannski átta sig ekki á. Sprotarnir geta farið víða,“ segir Vilhjálmur Benediktsson á Djúpavogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Sjá meira
Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sýnt á Stöð 2 fréttamyndir af fiskeldiskvíum í Patreksfirði. Það sem við vissum ekki þá er að þær eru íslensk smíði, raunar austfirsk, nánar tiltekið frá Rán bátasmiðju á Djúpavogi. Fiskeldiskvíar í Patreksfirði voru smíðaðar á Djúpavogi.Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Benediktsson segir að þrjú íslensk fiskeldisfyrirtæki hafi til þessa keypt af þeim milli sextíu og sjötíu kvíar; Laxar á Reyðarfirði, Arnarlax og það sem áður hét Dýrfiskur, nú Arctic Fish. Rán sérsmíðar einnig báta fyrir fiskeldið og hefur þegar selt fjóra slíka. „Ég byrjaði með þetta sem þjónustubáta fyrir eldi, sterka báta og endingargóða,“ segir Vilhjálmur. Bátur frá Rán í höfninni á Djúpavogi. Hann var smíðaður fyrir Fiskeldi Austfjarða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Og þetta skapar atvinnu fyrir drjúgan fjölda starfsmanna. „Við höfum mest verið tólf. Við erum venjulega svona átta þegar við erum að smíða kvíar. Tíu þegar við erum að smíða bát samtímis með kvíum.“ -Telst það ekki nokkuð stórt fyrirtæki á Djúpavogi? „Já, kannski. Jú, eiginlega.“ Starfsmenn bátasmiðjunnar eru að jafnaði í kringum tíu talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er dæmi um afleidd störf sem orðið hafa til með vexti fiskeldis hérlendis. „Já, það eru þessi störf sem tengjast, - þau eru ótrúlega mörg, sem margir kannski átta sig ekki á. Sprotarnir geta farið víða,“ segir Vilhjálmur Benediktsson á Djúpavogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00