Sex ára stúlka meðal þeirra sem létust í jarðskjálfta á Filippseyjum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 21:29 Skjálftinn er sá síðasti í hrinu jarðhræringa á svæðinu. Vísir/EPA Sex ára stúlka er á meðal þeirra þriggja sem létust þegar jarðskjálfti að stærð 6,8 skók eyjuna Mindanao á suðurhluta Filippseyja í dag. Stúlkan er sögð hafa verið heima hjá sér þegar hús fjölskyldunnar hrundi í jarðskjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Samuel Tadeo, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, hefur staðfest við fjölmiðla að þrír hafi látið lífið í skjálftanum. Einnig hefur verið greint frá því að þriggja hæða bygging hafi hrunið. Eyjan sem um ræðir er önnur stærsta eyjan á Filippseyjum og vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Linog here in Gensan. Scarrryyy! Linog in Mindanao. #Earthquake #EarthquakePh Keep safe everyone. pic.twitter.com/WlgsAGVrPx— KARLA Besoña (@kalangtots) December 15, 2019 Tilkynnt hefur verið um alvarlegar skemmdir á skólabyggingum vegna skjálftans en þær voru flest allar tómar þegar skjálftinn reið yfir. Yfirvöld í Davao, stærstu borg eyjarinnar, hafa lokað fyrir umferð yfir brýr vegna skemmda og aflýst kennslu í skólum á morgun. Fréttastofa ríkisfjölmiðilsins þar í landi greinir frá því að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafi verið staddur á heimili sínu í Davao þegar skjálftinn reið yfir. Hann er sagður vera óhultur en að heimili hans sé lítillega skemmt. Bandaríska jarðvísindastofnunin gaf út í dag að engin hætta væri á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.Um er að ræða síðasta skjálftann í hrinu jarðhræringa á eyjunni síðustu mánuði. Í október síðastliðnum létust fjórtán á eyjunni þegar skjálftar að stærð 6,5 og 6,6 skóku svæðið. Filippseyjar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Sex ára stúlka er á meðal þeirra þriggja sem létust þegar jarðskjálfti að stærð 6,8 skók eyjuna Mindanao á suðurhluta Filippseyja í dag. Stúlkan er sögð hafa verið heima hjá sér þegar hús fjölskyldunnar hrundi í jarðskjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Samuel Tadeo, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, hefur staðfest við fjölmiðla að þrír hafi látið lífið í skjálftanum. Einnig hefur verið greint frá því að þriggja hæða bygging hafi hrunið. Eyjan sem um ræðir er önnur stærsta eyjan á Filippseyjum og vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Linog here in Gensan. Scarrryyy! Linog in Mindanao. #Earthquake #EarthquakePh Keep safe everyone. pic.twitter.com/WlgsAGVrPx— KARLA Besoña (@kalangtots) December 15, 2019 Tilkynnt hefur verið um alvarlegar skemmdir á skólabyggingum vegna skjálftans en þær voru flest allar tómar þegar skjálftinn reið yfir. Yfirvöld í Davao, stærstu borg eyjarinnar, hafa lokað fyrir umferð yfir brýr vegna skemmda og aflýst kennslu í skólum á morgun. Fréttastofa ríkisfjölmiðilsins þar í landi greinir frá því að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafi verið staddur á heimili sínu í Davao þegar skjálftinn reið yfir. Hann er sagður vera óhultur en að heimili hans sé lítillega skemmt. Bandaríska jarðvísindastofnunin gaf út í dag að engin hætta væri á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.Um er að ræða síðasta skjálftann í hrinu jarðhræringa á eyjunni síðustu mánuði. Í október síðastliðnum létust fjórtán á eyjunni þegar skjálftar að stærð 6,5 og 6,6 skóku svæðið.
Filippseyjar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira