Átta pítsur á dag í fjóra daga Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2019 13:30 Brynjar er hér til vinstri og Haukur til hægri. „Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu. Matur Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu.
Matur Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira