Sara heldur áfram að auka forskot sitt á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 16:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins. CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins.
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sjá meira